Grétar Sigfinnur og Jónas Guðni í góðan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísir/Andri Marinó Bikarsaga KR-inga varð enn glæsilegri á laugardaginn þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn frá árinu 2008 og í fjórtánda sinn frá upphafi eftir 2-1 sigur á Keflavík. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og í öðrum bikarúrslitaleiknum á þremur árum kom Vesturbæjarliðið til baka eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði Kjartan Henry við Vísi eftir leik en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna,“ sagði Kjartan. Sigurmark Kjartans sá til þess að Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Jónas Guðni Sævarsson unnu báðir sinn fimmta bikarúrslitaleik í Laugardalnum og jöfnuðu met. Því höfðu aðeins sjö menn náð áður eða þeir Árni Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinar Adolfsson og Sveinbjörn Hákonarson. „Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig að bikarsaga mín er ágæt,“ sagði Grétar Sigfinnur sem jafnaði metin eftir að Hörður Sveinsson kom Keflavík í 1-0. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einnig búinn að vinna stóran titil á fjórum tímabilum í röð og því hefur enginn þjálfari KR náð í 85 ár eða síðan Guðmundur Ólafsson gerði KR að Íslandsmeisturum frá 1926 til 1929.Fimm bikarmeistaratitlar í Laugardalnum5 Árni Sveinsson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 1986 (varamaður)5 Bjarni Sigurðsson Varamarkvörður hjá ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með Val 1990 með Val 1991 með Val 19925 Guðjón Þórðarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Guðmundur Steinsson með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Pétur Ormslev með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Steinar Adolfsson Varamaður hjá Val 1988 með Val 1990 með Val 1991 með Val 1992 með KR 1995 með ÍA 1996 5 Sveinbjörn Hákonarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Grétar Sigfinnur Sigurðarson með Val 2005 með KR 2008 með KR 2011 með KR 2012 með KR 20145 Jónas Guðni Sævarsson með Keflavík 2004 með Keflavík 2006 með KR 2008 með KR 2012 (varamaður) með KR 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Bikarsaga KR-inga varð enn glæsilegri á laugardaginn þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn frá árinu 2008 og í fjórtánda sinn frá upphafi eftir 2-1 sigur á Keflavík. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og í öðrum bikarúrslitaleiknum á þremur árum kom Vesturbæjarliðið til baka eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði Kjartan Henry við Vísi eftir leik en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna,“ sagði Kjartan. Sigurmark Kjartans sá til þess að Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Jónas Guðni Sævarsson unnu báðir sinn fimmta bikarúrslitaleik í Laugardalnum og jöfnuðu met. Því höfðu aðeins sjö menn náð áður eða þeir Árni Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinar Adolfsson og Sveinbjörn Hákonarson. „Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig að bikarsaga mín er ágæt,“ sagði Grétar Sigfinnur sem jafnaði metin eftir að Hörður Sveinsson kom Keflavík í 1-0. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einnig búinn að vinna stóran titil á fjórum tímabilum í röð og því hefur enginn þjálfari KR náð í 85 ár eða síðan Guðmundur Ólafsson gerði KR að Íslandsmeisturum frá 1926 til 1929.Fimm bikarmeistaratitlar í Laugardalnum5 Árni Sveinsson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 1986 (varamaður)5 Bjarni Sigurðsson Varamarkvörður hjá ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með Val 1990 með Val 1991 með Val 19925 Guðjón Þórðarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Guðmundur Steinsson með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Pétur Ormslev með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Steinar Adolfsson Varamaður hjá Val 1988 með Val 1990 með Val 1991 með Val 1992 með KR 1995 með ÍA 1996 5 Sveinbjörn Hákonarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Grétar Sigfinnur Sigurðarson með Val 2005 með KR 2008 með KR 2011 með KR 2012 með KR 20145 Jónas Guðni Sævarsson með Keflavík 2004 með Keflavík 2006 með KR 2008 með KR 2012 (varamaður) með KR 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira