Grétar Sigfinnur og Jónas Guðni í góðan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísir/Andri Marinó Bikarsaga KR-inga varð enn glæsilegri á laugardaginn þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn frá árinu 2008 og í fjórtánda sinn frá upphafi eftir 2-1 sigur á Keflavík. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og í öðrum bikarúrslitaleiknum á þremur árum kom Vesturbæjarliðið til baka eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði Kjartan Henry við Vísi eftir leik en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna,“ sagði Kjartan. Sigurmark Kjartans sá til þess að Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Jónas Guðni Sævarsson unnu báðir sinn fimmta bikarúrslitaleik í Laugardalnum og jöfnuðu met. Því höfðu aðeins sjö menn náð áður eða þeir Árni Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinar Adolfsson og Sveinbjörn Hákonarson. „Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig að bikarsaga mín er ágæt,“ sagði Grétar Sigfinnur sem jafnaði metin eftir að Hörður Sveinsson kom Keflavík í 1-0. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einnig búinn að vinna stóran titil á fjórum tímabilum í röð og því hefur enginn þjálfari KR náð í 85 ár eða síðan Guðmundur Ólafsson gerði KR að Íslandsmeisturum frá 1926 til 1929.Fimm bikarmeistaratitlar í Laugardalnum5 Árni Sveinsson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 1986 (varamaður)5 Bjarni Sigurðsson Varamarkvörður hjá ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með Val 1990 með Val 1991 með Val 19925 Guðjón Þórðarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Guðmundur Steinsson með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Pétur Ormslev með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Steinar Adolfsson Varamaður hjá Val 1988 með Val 1990 með Val 1991 með Val 1992 með KR 1995 með ÍA 1996 5 Sveinbjörn Hákonarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Grétar Sigfinnur Sigurðarson með Val 2005 með KR 2008 með KR 2011 með KR 2012 með KR 20145 Jónas Guðni Sævarsson með Keflavík 2004 með Keflavík 2006 með KR 2008 með KR 2012 (varamaður) með KR 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Bikarsaga KR-inga varð enn glæsilegri á laugardaginn þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn frá árinu 2008 og í fjórtánda sinn frá upphafi eftir 2-1 sigur á Keflavík. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og í öðrum bikarúrslitaleiknum á þremur árum kom Vesturbæjarliðið til baka eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði Kjartan Henry við Vísi eftir leik en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna,“ sagði Kjartan. Sigurmark Kjartans sá til þess að Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Jónas Guðni Sævarsson unnu báðir sinn fimmta bikarúrslitaleik í Laugardalnum og jöfnuðu met. Því höfðu aðeins sjö menn náð áður eða þeir Árni Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinar Adolfsson og Sveinbjörn Hákonarson. „Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig að bikarsaga mín er ágæt,“ sagði Grétar Sigfinnur sem jafnaði metin eftir að Hörður Sveinsson kom Keflavík í 1-0. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einnig búinn að vinna stóran titil á fjórum tímabilum í röð og því hefur enginn þjálfari KR náð í 85 ár eða síðan Guðmundur Ólafsson gerði KR að Íslandsmeisturum frá 1926 til 1929.Fimm bikarmeistaratitlar í Laugardalnum5 Árni Sveinsson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 1986 (varamaður)5 Bjarni Sigurðsson Varamarkvörður hjá ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með Val 1990 með Val 1991 með Val 19925 Guðjón Þórðarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Guðmundur Steinsson með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Pétur Ormslev með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Steinar Adolfsson Varamaður hjá Val 1988 með Val 1990 með Val 1991 með Val 1992 með KR 1995 með ÍA 1996 5 Sveinbjörn Hákonarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Grétar Sigfinnur Sigurðarson með Val 2005 með KR 2008 með KR 2011 með KR 2012 með KR 20145 Jónas Guðni Sævarsson með Keflavík 2004 með Keflavík 2006 með KR 2008 með KR 2012 (varamaður) með KR 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira