Lífið

Unnur Birna gæsuð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögmaður og fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, var gæsuð af vinkonum sínum á sunnudaginn en hún gengur bráðum í það heilaga með unnusta sínum, Pétri Rúnari Heimissyni.

Vinkonur Unnar Birnu fóru meðal annars með hana á Samsung-völlinn þar sem efstu lið Pepsi-deildar karla í knattspyrnu öttu kappi, Stjarnan og FH.

Var Unni Birnu gert að leiða leikmann FH, Davíð Þór Viðarsson, inná völlinn en hún sjálf var klædd í Stjörnubúning.

Mikið stuð og stemning var í gæsuninni þó hún hafi verið með rólegra móti þar sem Unnur Birna eignaðist nýverið sitt annað barn með Pétri.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.