Lykilatriði að skemmta fullorðnum - þá fylgja börnin með Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 09:30 Bragi Þór, Alfreð Ásberg hjá Sambíóunum og Sveppi. Mynd/úr einkasafni „Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira