Sveppi gefur út sumarslagara með eldgamalli hljómsveit Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 09:00 Í myndbandi við Sumarteiti tefla þeir Sveppi og Róbert. Mynd/Skjáskot „Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“ Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“