Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:00 Mörg erlend félög hafa fylgst náið með framgöngu Arons Elísar Þrándarsonar að undanförnu. fréttablaðið/gva Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er uppalinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigurmark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís.Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkrum leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæðaflokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur alltaf verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upphafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki tilbúinn í það. Þá leyfir maður þjálfurunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag.Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu uppeldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er uppalinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigurmark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís.Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkrum leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæðaflokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur alltaf verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upphafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki tilbúinn í það. Þá leyfir maður þjálfurunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag.Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu uppeldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti