Fótboltinn þarf ekki alltaf að vera fallegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2014 08:00 Michael Præst er fyrirliði Stjörnunnar. Fréttablaðið/Stefán „Við sýndum karakterinn sem er búinn að byggjast upp í liðinu undanfarin tvö ár með þessum sigri,“ segir Michael Præst, danski miðjumaðurinn í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, í samtali við Fréttablaðið. Præst átti stórleik og réð lögum og lofum á miðjunni er Stjarnan vann KR, 2-1, og er áfram taplaus í öðru sæti deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. „Það er alltaf erfitt að spila á móti KR og það byrjaði líka vel í leiknum. Þeir settu mikla pressu á okkur með löngum sendingum fram. En þegar við lentum undir, 1-0, fórum við að spila okkar leik; snöggar skyndisóknir og láta boltann ganga. Þannig unnum við okkur inn í leikinn. Frá því við lendum undir og þar til á svona 60. mínútu spiluðum við okkar besta bolta í sumar,“ segir Præst.Gera það sem þarf til Præst, eða presturinn eins og hann er stundum kallaður, hefur verið hugfanginn af Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, síðan hann gekk í raðir liðsins í fyrra. Hann gerir mikið úr stuðningi Garðbæinga við liðið. „Það er erfitt að vinna okkur á heimavelli. Við gefumst ekki upp og sérstaklega ekki fyrir framan okkar fólk. Það er ekki bara Silfurskeiðin sem er að styðja okkur en hún kemur samt líka í útileiki. Við erum undir pressu í öllum leikjum, ekki bara frá sjálfum okkur heldur stuðningsmönnunum,“ segir Præst. Stjörnuliðið hefur verið að kreista út sigra í byrjun móts, með góðu eða slæmu, og það líkar Dananum sem var gerður að fyrirliða í vetur. Honum er slétt sama hvort Stjarnan spilar sama bolta eða ekki svo framarlega að liðið vinni. „Stjarnan var einu sinni lið sem þurfti að vinna alla leiki 4-3 en núna viljum við bara vinna. Þannig er karakterinn í félaginu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég og Martin vorum sóttir í fyrra var til að reyna að fá þennan karakter í félagið. Það þarf ekki alltaf að spila voða fallegan fótbolta. Fótbolti snýst um að vinna. Ef þú vilt vera meistari þá hugsarðu þannig. FH er á toppnum núna og vinnur allt 1-0. Við unnum marga leiki 1-0 í fyrra. Maður þarf að vita hvað þarf að gera til að vinna fótboltaleiki,“ segir Præst.Gaman að hjálpa þeim ungu Þegar Stjarnan vann Fótbolti.net undirbúningsmótið í janúar með ógnarsterkt lið fóru ýmsir að benda á það sem líklegt meistaralið. En síðan hvarf Jóhann Laxdal á braut til Noregs, Halldór Orri Björnsson fór til Svíþjóðar, Veigar Páll hefur verið meiddur og Garðar Jóhannsson ekki tekið þátt. Þá fóru menn að efast en Stjarnan heldur velli enn sem komið er við toppinn og á Veigar og Garðar inni. „Við höfum verið að þróa okkar leik betur út af breytingunum. Það var svakalega slæmt að missa Jóa og enn verra að missa Dóra. Hann gerði svo mikið fyrir okkur sóknarlega. En Ólafur Karl Finsen er að leysa hann af og gerir það vel. Svo eru ungu strákarnir líka að koma flottir inn í þetta. Þeir eru kannski ekki jafnfrægir, en þeir eru rosalega góðir og þjálfarinn er óhræddur við að nota þá í hvaða stöðu sem er,“ segir Præst sem efaðist aldrei um gæði Stjörnuliðsins. „Það eru svo miklir hæfileikar í þessum strákum og þeir þekkja það líka að vinna. Við verðum með rosalega gott lið eftir eitt til tvö ár sem byggt verður á heimastrákum. Ég er bara ánægður með að fá að hjálpa þeim af stað á sínum ferlum. Það eru mikil gæði í okkar liði og við erum fullir sjálfstrausts,“ segir Præst ákveðinn.Ólafur getur farið alla leið Ef einhver hefur borið af í Stjörnuliðinu til þessa er það Ólafur Karl Finsen, sem er markahæstur í deildinni ásamt tveimur öðrum með fjögur mörk. Þessi 22 ára gamli strákur er að springa út og fyrirliðinn segir að hann geti farið langt. Mjög langt. „Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. „The sky is the limit,“ eins og þeir segja. Hann getur orðið frábær kantmaður eða framherji, bara það sem hann vill,“ segir Præst en það er ekki bara sóknartilburðir Ólafs Karls sem heilla Danann. „Fólk fylgist eðlilega meira með því sem hann gerir í sókninni; hvernig hann rekur boltann fram hjá öllum og skorar. En hann vinnur líka vel til baka og hjálpar til í vörninni sem ég kann að meta þar sem ég spila vörn. Óli Kalli er bara að gera allt rétt núna þannig að ég vona bara að hann haldi áfram á sömu braut. Þá getur hann orðið einn af bestu leikmönnum deildarinnar,“ segir Michael Præst.Betri í fyrri hálfleik Það skyldi engan undra að Stjarnan hafi verið yfir á móti KR í hálfleik. Stjörnumenn hafa nefnilega verið yfir í hálfleik í fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar og státa af marktölunni 7-2 (+5) í fyrri hálfleik. Markatala Garðbæinga í seinni hálfleiknum er aftur á móti 4-5 (-1). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
„Við sýndum karakterinn sem er búinn að byggjast upp í liðinu undanfarin tvö ár með þessum sigri,“ segir Michael Præst, danski miðjumaðurinn í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, í samtali við Fréttablaðið. Præst átti stórleik og réð lögum og lofum á miðjunni er Stjarnan vann KR, 2-1, og er áfram taplaus í öðru sæti deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. „Það er alltaf erfitt að spila á móti KR og það byrjaði líka vel í leiknum. Þeir settu mikla pressu á okkur með löngum sendingum fram. En þegar við lentum undir, 1-0, fórum við að spila okkar leik; snöggar skyndisóknir og láta boltann ganga. Þannig unnum við okkur inn í leikinn. Frá því við lendum undir og þar til á svona 60. mínútu spiluðum við okkar besta bolta í sumar,“ segir Præst.Gera það sem þarf til Præst, eða presturinn eins og hann er stundum kallaður, hefur verið hugfanginn af Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, síðan hann gekk í raðir liðsins í fyrra. Hann gerir mikið úr stuðningi Garðbæinga við liðið. „Það er erfitt að vinna okkur á heimavelli. Við gefumst ekki upp og sérstaklega ekki fyrir framan okkar fólk. Það er ekki bara Silfurskeiðin sem er að styðja okkur en hún kemur samt líka í útileiki. Við erum undir pressu í öllum leikjum, ekki bara frá sjálfum okkur heldur stuðningsmönnunum,“ segir Præst. Stjörnuliðið hefur verið að kreista út sigra í byrjun móts, með góðu eða slæmu, og það líkar Dananum sem var gerður að fyrirliða í vetur. Honum er slétt sama hvort Stjarnan spilar sama bolta eða ekki svo framarlega að liðið vinni. „Stjarnan var einu sinni lið sem þurfti að vinna alla leiki 4-3 en núna viljum við bara vinna. Þannig er karakterinn í félaginu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég og Martin vorum sóttir í fyrra var til að reyna að fá þennan karakter í félagið. Það þarf ekki alltaf að spila voða fallegan fótbolta. Fótbolti snýst um að vinna. Ef þú vilt vera meistari þá hugsarðu þannig. FH er á toppnum núna og vinnur allt 1-0. Við unnum marga leiki 1-0 í fyrra. Maður þarf að vita hvað þarf að gera til að vinna fótboltaleiki,“ segir Præst.Gaman að hjálpa þeim ungu Þegar Stjarnan vann Fótbolti.net undirbúningsmótið í janúar með ógnarsterkt lið fóru ýmsir að benda á það sem líklegt meistaralið. En síðan hvarf Jóhann Laxdal á braut til Noregs, Halldór Orri Björnsson fór til Svíþjóðar, Veigar Páll hefur verið meiddur og Garðar Jóhannsson ekki tekið þátt. Þá fóru menn að efast en Stjarnan heldur velli enn sem komið er við toppinn og á Veigar og Garðar inni. „Við höfum verið að þróa okkar leik betur út af breytingunum. Það var svakalega slæmt að missa Jóa og enn verra að missa Dóra. Hann gerði svo mikið fyrir okkur sóknarlega. En Ólafur Karl Finsen er að leysa hann af og gerir það vel. Svo eru ungu strákarnir líka að koma flottir inn í þetta. Þeir eru kannski ekki jafnfrægir, en þeir eru rosalega góðir og þjálfarinn er óhræddur við að nota þá í hvaða stöðu sem er,“ segir Præst sem efaðist aldrei um gæði Stjörnuliðsins. „Það eru svo miklir hæfileikar í þessum strákum og þeir þekkja það líka að vinna. Við verðum með rosalega gott lið eftir eitt til tvö ár sem byggt verður á heimastrákum. Ég er bara ánægður með að fá að hjálpa þeim af stað á sínum ferlum. Það eru mikil gæði í okkar liði og við erum fullir sjálfstrausts,“ segir Præst ákveðinn.Ólafur getur farið alla leið Ef einhver hefur borið af í Stjörnuliðinu til þessa er það Ólafur Karl Finsen, sem er markahæstur í deildinni ásamt tveimur öðrum með fjögur mörk. Þessi 22 ára gamli strákur er að springa út og fyrirliðinn segir að hann geti farið langt. Mjög langt. „Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. „The sky is the limit,“ eins og þeir segja. Hann getur orðið frábær kantmaður eða framherji, bara það sem hann vill,“ segir Præst en það er ekki bara sóknartilburðir Ólafs Karls sem heilla Danann. „Fólk fylgist eðlilega meira með því sem hann gerir í sókninni; hvernig hann rekur boltann fram hjá öllum og skorar. En hann vinnur líka vel til baka og hjálpar til í vörninni sem ég kann að meta þar sem ég spila vörn. Óli Kalli er bara að gera allt rétt núna þannig að ég vona bara að hann haldi áfram á sömu braut. Þá getur hann orðið einn af bestu leikmönnum deildarinnar,“ segir Michael Præst.Betri í fyrri hálfleik Það skyldi engan undra að Stjarnan hafi verið yfir á móti KR í hálfleik. Stjörnumenn hafa nefnilega verið yfir í hálfleik í fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar og státa af marktölunni 7-2 (+5) í fyrri hálfleik. Markatala Garðbæinga í seinni hálfleiknum er aftur á móti 4-5 (-1).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira