Goðsögn semur með Todmobile Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 12:00 Hljómsveitin Todmobile og Jon Anderson vinna saman að næstu plötu Todmobile. vísir/daníel „Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við. Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við.
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira