Tökur á Hjartasteini hefjast næsta sumar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 26. maí 2014 10:30 Guðmundur fer í tökur á Hjartasteini á næsta ári. Vísir/Valli „Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira