58 ár frá fyrstu Eurovision-keppninni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:00 Conchita Wurst. Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti. Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti.
Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira