Í samvinnu við vinsæla netmiðla Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 10:00 Marinó Breki Benjamínsson er hæstánægður með samstarfið. mynd/úr einkasafni „Ég er rosalega ánægður með samstarfið, það er mikill stökkpallur fyrir mig að fá lagið mitt spilað á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsælum miðlum. Um er að ræða aðila á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftónlist í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbandavefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynning fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir Marinó Breki. Fyrir utan kynninguna á miðlunum er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við hana ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjölbreytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á seinasta ári fékk hann meðal annars plötu samning við stærsta raftónlistarplötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er rosalega ánægður með samstarfið, það er mikill stökkpallur fyrir mig að fá lagið mitt spilað á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsælum miðlum. Um er að ræða aðila á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftónlist í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbandavefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynning fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir Marinó Breki. Fyrir utan kynninguna á miðlunum er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við hana ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjölbreytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á seinasta ári fékk hann meðal annars plötu samning við stærsta raftónlistarplötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“