Þingmenn þurftu að flýja sökum myglusvepps Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2014 07:51 Kristjánshús og Blöndahlshús standa við Kirkjustræti 8 og 10, en þar veiktist starfsfólk vegna myglusvepps. fréttablaðið/stefán Alþingismenn jafnt sem hópur starfsmanna Alþingis hafa glímt við heilsufarsvanda vegna myglusvepps í húsnæði Alþingis. Þingflokkur Pírata hefur tímabundið flutt á milli hæða í skrifstofuhúsnæði sínu vegna vandans. Starfsfólk Alþingis finnur ekki lengur til einkenna eftir viðgerðir. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að myglusveppur hafi komið upp á tveimur stöðum í húsnæði Alþingis. Annars vegar í gömlu húsi við Kirkjustræti, svonefndu Kristjánshúsi, og tengibyggingu við Blöndahlshús þar við hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa þingsins til húsa. Eins á efstu hæð í Austurstræti 14 þar sem Píratar hafa meðal annars skrifstofur sínar. Karl segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana í Kristjánshúsi eftir að upp komst hvers kyns var í byrjun ársins, enda séu mál sem þessi tekin alvarlega. Verið er að hefjast handa við endurbætur í Austurstræti og hefur Pírötum verið fundin aðstaða á öðrum stað í húsinu á meðan. Spurður um hvort starfsmenn þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið fyrir einkennum sem rekja mætti til myglusvepps segir Karl að það hafi ekki verið sannað þar frekar en annars staðar. „Starfsmenn kvörtuðu hins vegar yfir einkennum; þreytu, augnþurrki, beinverkjum og fleiru. En það breyttist eftir viðgerðirnar,“ segir Karl. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þingræðu í gær að heilbrigðisvandi vegna myglusvepps skyldi tekinn alvarlega, og minntist einnig á að hann hefði fundið fyrir einkennum þegar hann fór í páskafrí sem hann rekur beint til myglusvepps í Austurstræti sem nú er verið að uppræta. Hvatti hann þá sem áður höfðu haft aðstöðu í Austurstræti til að hugsa sín mál, og nafngreindi sérstaklega framsóknarþingkonuna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón Þór staðfestir við Fréttablaðið að fleiri hafi fundið fyrir einkennum en hann. Starfsmaður þingflokks Pírata hafi leitað til læknis sökum öndunarörðugleika, sem raktir voru beint til eitrunar frá myglunni á skrifstofunum, segir Jón Þór Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður hið fyrsta. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Alþingismenn jafnt sem hópur starfsmanna Alþingis hafa glímt við heilsufarsvanda vegna myglusvepps í húsnæði Alþingis. Þingflokkur Pírata hefur tímabundið flutt á milli hæða í skrifstofuhúsnæði sínu vegna vandans. Starfsfólk Alþingis finnur ekki lengur til einkenna eftir viðgerðir. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að myglusveppur hafi komið upp á tveimur stöðum í húsnæði Alþingis. Annars vegar í gömlu húsi við Kirkjustræti, svonefndu Kristjánshúsi, og tengibyggingu við Blöndahlshús þar við hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa þingsins til húsa. Eins á efstu hæð í Austurstræti 14 þar sem Píratar hafa meðal annars skrifstofur sínar. Karl segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana í Kristjánshúsi eftir að upp komst hvers kyns var í byrjun ársins, enda séu mál sem þessi tekin alvarlega. Verið er að hefjast handa við endurbætur í Austurstræti og hefur Pírötum verið fundin aðstaða á öðrum stað í húsinu á meðan. Spurður um hvort starfsmenn þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið fyrir einkennum sem rekja mætti til myglusvepps segir Karl að það hafi ekki verið sannað þar frekar en annars staðar. „Starfsmenn kvörtuðu hins vegar yfir einkennum; þreytu, augnþurrki, beinverkjum og fleiru. En það breyttist eftir viðgerðirnar,“ segir Karl. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þingræðu í gær að heilbrigðisvandi vegna myglusvepps skyldi tekinn alvarlega, og minntist einnig á að hann hefði fundið fyrir einkennum þegar hann fór í páskafrí sem hann rekur beint til myglusvepps í Austurstræti sem nú er verið að uppræta. Hvatti hann þá sem áður höfðu haft aðstöðu í Austurstræti til að hugsa sín mál, og nafngreindi sérstaklega framsóknarþingkonuna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón Þór staðfestir við Fréttablaðið að fleiri hafi fundið fyrir einkennum en hann. Starfsmaður þingflokks Pírata hafi leitað til læknis sökum öndunarörðugleika, sem raktir voru beint til eitrunar frá myglunni á skrifstofunum, segir Jón Þór Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður hið fyrsta.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira