Alfreð: Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2014 10:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty „Maður vildi helst ekki enda tímabilið á þennan máta en maður hefur oftast lítið val um svona lagað,“ segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð meiddist á hné í fyrri leik sinna manna í Heerenveen gegn AZ Alkmaar í undanúrslitum umspilskeppni um sæti í Evrópudeild UEFA. AZ vann leikinn, 3-0, og stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn í dag. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og líklegt að hann megi byrja að æfa á ný eftir 3-4 vikur. „Það strekktist á liðbandinu í hnénu eftir að markvörður AZ lenti á því með fullum þunga,“ segir Alfreð um atvikið en meðfylgjandi mynd lýsir aðstæðunum vel. „Þetta hefði þó getað farið mun verr.“Vísir/GettyLíklega seldur í sumar Alfreð, sem skoraði 29 mörk í deildinni í vetur, hefur lengi verið orðaður við hin ýmsu stórlið í Evrópu og líklegt að einn markahæsti leikmaður álfunnar verði eftirsóttur þegar opnað verður fyrir félagaskipti í sumar. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og segir líklegt að forráðamenn Heerenveen kjósi að selja hann nú til að fá sem mest fyrir hann. Alfreð neitar því ekki að það sé skrítin tilhugsun að hann kunni að hafa spilað sinn síðasta leik í búningi Heerenveen. „Maður hefði gjarnan viljað vinna umspilið og tryggja liðinu sæti í Evrópukeppninni. En maður verður að sætta sig við orðinn hlut og einbeita sér að því að ná fullri heilsu á ný.“Ræði við öll félög Alfreð reiknar allt eins með því að þurfa að bíða eftir því að fá sína framtíð á hreint, jafnvel fram yfir HM í Brasilíu. „Svona mál vilja oft klárast annaðhvort fyrir eða eftir HM. Það er lítið annað fyrir mig að gera en að fara í mitt sumarfrí og bíða svo og sjá til,“ segir hann og bætir við að hann sé tilbúinn að skoða allt sem upp kemur. „Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka. En það fer líka mikið eftir félaginu og hugmyndum þeirra manna sem þar starfa. Ég verð opinn fyrir öllu og ræði við öll félög sem komast að samkomulagi við Heerenveen,“ segir Alfreð.Vísir/GettyAldrei tekinn af velli í 31 leik Alfreð missti af aðeins þremur deildarleikjum í vetur – öllum vegna meiðsla. Hann var í byrjunarliðinu í hinum leikjunum 31 og var aldrei tekinn af velli. Enda sýnir tölfræðin að hann skoraði fimmtán af 29 mörkunum sínum á síðustu 30 mínútum leikjanna. En grátlega lítið vantaði upp á að komast upp upp í þrjá tugi og hefði hann verið fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim áfanga í efstu deild í Evrópu. „Já, takk fyrir að minnast á það,“ sagði Alfreð í léttum dúr þegar hann er minntur á þetta. „Við vorum 3-0 yfir þegar það voru enn 25 mínútur eftir í síðasta deildarleiknum. En þá ákváðu varnarmennirnir að halda bara boltanum hjá sér. Ég öskraði á þá að koma boltanum fram því ég vildi skora 30. markið. Ég verð þá bara að ná þessum áfanga síðar.“ En honum þykir vitaskuld vænt um tímabilið og þann fjölda meta sem hann hefur slegið – til að mynda að hann er nú markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. „Ég er mjög stoltur af mínum tveimur árum hér. Ég hef hjálpað liðinu mikið og verið mikilvægur leikmaður í því. Metin voru bara bónus og skemma aldrei fyrir.“Vísir/GettyVísir/Getty Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
„Maður vildi helst ekki enda tímabilið á þennan máta en maður hefur oftast lítið val um svona lagað,“ segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð meiddist á hné í fyrri leik sinna manna í Heerenveen gegn AZ Alkmaar í undanúrslitum umspilskeppni um sæti í Evrópudeild UEFA. AZ vann leikinn, 3-0, og stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn í dag. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og líklegt að hann megi byrja að æfa á ný eftir 3-4 vikur. „Það strekktist á liðbandinu í hnénu eftir að markvörður AZ lenti á því með fullum þunga,“ segir Alfreð um atvikið en meðfylgjandi mynd lýsir aðstæðunum vel. „Þetta hefði þó getað farið mun verr.“Vísir/GettyLíklega seldur í sumar Alfreð, sem skoraði 29 mörk í deildinni í vetur, hefur lengi verið orðaður við hin ýmsu stórlið í Evrópu og líklegt að einn markahæsti leikmaður álfunnar verði eftirsóttur þegar opnað verður fyrir félagaskipti í sumar. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og segir líklegt að forráðamenn Heerenveen kjósi að selja hann nú til að fá sem mest fyrir hann. Alfreð neitar því ekki að það sé skrítin tilhugsun að hann kunni að hafa spilað sinn síðasta leik í búningi Heerenveen. „Maður hefði gjarnan viljað vinna umspilið og tryggja liðinu sæti í Evrópukeppninni. En maður verður að sætta sig við orðinn hlut og einbeita sér að því að ná fullri heilsu á ný.“Ræði við öll félög Alfreð reiknar allt eins með því að þurfa að bíða eftir því að fá sína framtíð á hreint, jafnvel fram yfir HM í Brasilíu. „Svona mál vilja oft klárast annaðhvort fyrir eða eftir HM. Það er lítið annað fyrir mig að gera en að fara í mitt sumarfrí og bíða svo og sjá til,“ segir hann og bætir við að hann sé tilbúinn að skoða allt sem upp kemur. „Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka. En það fer líka mikið eftir félaginu og hugmyndum þeirra manna sem þar starfa. Ég verð opinn fyrir öllu og ræði við öll félög sem komast að samkomulagi við Heerenveen,“ segir Alfreð.Vísir/GettyAldrei tekinn af velli í 31 leik Alfreð missti af aðeins þremur deildarleikjum í vetur – öllum vegna meiðsla. Hann var í byrjunarliðinu í hinum leikjunum 31 og var aldrei tekinn af velli. Enda sýnir tölfræðin að hann skoraði fimmtán af 29 mörkunum sínum á síðustu 30 mínútum leikjanna. En grátlega lítið vantaði upp á að komast upp upp í þrjá tugi og hefði hann verið fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim áfanga í efstu deild í Evrópu. „Já, takk fyrir að minnast á það,“ sagði Alfreð í léttum dúr þegar hann er minntur á þetta. „Við vorum 3-0 yfir þegar það voru enn 25 mínútur eftir í síðasta deildarleiknum. En þá ákváðu varnarmennirnir að halda bara boltanum hjá sér. Ég öskraði á þá að koma boltanum fram því ég vildi skora 30. markið. Ég verð þá bara að ná þessum áfanga síðar.“ En honum þykir vitaskuld vænt um tímabilið og þann fjölda meta sem hann hefur slegið – til að mynda að hann er nú markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. „Ég er mjög stoltur af mínum tveimur árum hér. Ég hef hjálpað liðinu mikið og verið mikilvægur leikmaður í því. Metin voru bara bónus og skemma aldrei fyrir.“Vísir/GettyVísir/Getty
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn