Beið með tónlistina þar til hann róaðist Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:30 Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. vísir/daníel „Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“