Fengu danskennslu hjá Helga Björns Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2014 09:30 Gígja og Bjartey skemmtu sér konunglega í stúdíóinu með Helga Björns. Mynd/úr einkasafni „Við hlustuðum á lagið og leist ótrúlega vel á það. Það er líka gaman að stíga út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt, svo ekki sé minnst á samstarfið með Helga Björns. Það var ekkert nema þrusustuð,“ segir Gígja Skjaldardóttir. Hún, ásamt Bjartey Sveinsdóttur, tók nýverið upp lagið Viltu dansa eftir Magnús Eiríksson með Helga Björnssyni og Reiðmönnum vindanna en þær Bjartey eru þekktastar fyrir að vera í hljómsveitinni Ylju. Lagið var tekið upp í Stúdíói 313 og segir Gígja að mikið fjör hafi verið í upptökunum. „Helgi reyndi að kenna okkur sixtísdans sem kallast „shake“. Við vorum ekki alveg með'etta. Ekki eins og hann. Helgi var kominn aðeins lengra í þessu en við. Spurning hvort við æfum okkur aðeins,“ segir Gígja hlæjandi en það var ekki aðeins mannfólkið sem tók sporið í stúdíóinu. „Hundurinn hans Helga var við hliðina á okkur og söng og dansaði með. Hann heitir Kátur og stendur svo sannarlega undir nafni.“ Þetta er í fyrsta sinn sem stúlkurnar vinna með öðrum tónlistarmönnum án þess að vera undir merkjum hljómsveitarinnar Ylju en lagið Viltu dansa verður frumflutt á útvarpsstöðvum í dag. Bjartey og Gígja láta sér ekki leiðast og næg verkefni eru fram undan hjá Ylju. „Við erum á fullu að semja nýtt efni og taka upp og við stefnum á að gefa út plötu á þessu ári. Síðan ætlum við að taka Íslandstúr í sumar, fara til Eistlands og spila og hitt og þetta.“ Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við hlustuðum á lagið og leist ótrúlega vel á það. Það er líka gaman að stíga út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt, svo ekki sé minnst á samstarfið með Helga Björns. Það var ekkert nema þrusustuð,“ segir Gígja Skjaldardóttir. Hún, ásamt Bjartey Sveinsdóttur, tók nýverið upp lagið Viltu dansa eftir Magnús Eiríksson með Helga Björnssyni og Reiðmönnum vindanna en þær Bjartey eru þekktastar fyrir að vera í hljómsveitinni Ylju. Lagið var tekið upp í Stúdíói 313 og segir Gígja að mikið fjör hafi verið í upptökunum. „Helgi reyndi að kenna okkur sixtísdans sem kallast „shake“. Við vorum ekki alveg með'etta. Ekki eins og hann. Helgi var kominn aðeins lengra í þessu en við. Spurning hvort við æfum okkur aðeins,“ segir Gígja hlæjandi en það var ekki aðeins mannfólkið sem tók sporið í stúdíóinu. „Hundurinn hans Helga var við hliðina á okkur og söng og dansaði með. Hann heitir Kátur og stendur svo sannarlega undir nafni.“ Þetta er í fyrsta sinn sem stúlkurnar vinna með öðrum tónlistarmönnum án þess að vera undir merkjum hljómsveitarinnar Ylju en lagið Viltu dansa verður frumflutt á útvarpsstöðvum í dag. Bjartey og Gígja láta sér ekki leiðast og næg verkefni eru fram undan hjá Ylju. „Við erum á fullu að semja nýtt efni og taka upp og við stefnum á að gefa út plötu á þessu ári. Síðan ætlum við að taka Íslandstúr í sumar, fara til Eistlands og spila og hitt og þetta.“
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira