Tónlist

Ragnheiður Gröndal gerist brjáluð kattakona

Marín Manda skrifar

„Mig langaði alltaf að gera myndband við þetta lag. Hildur Sigrún á heiðurinn af hugmyndinni á bak við myndbandið en söguþráðurinn snýst um brjálaða kattarkonu sem ferðast aftur í fyrri líf og það er búið að vera mikið grín í kringum í þetta allt saman,“ segir Ragnheiður Gröndal tónlistarkona aðspurð um nýja myndbandið sem hún frumsýnir hér á Vísi í dag.

Ragnheiður á sjálf tvo ketti og annar þeirra, hinn þrífætti Bangsi, lék burðarhlutverk í myndbandinu. Bangsi er þó ekki að stíga sín fyrstu skref í veröld sviðslistanna því hann lék aukahlutverk í þáttunum „Fólkið í blokkinni“ sem sýndir voru á RÚV árið 2013.

„Þetta lag er tileinkað ástinni, lífinu og Bangsa. Ég er samt að reyna að draga úr því að semja um kettina mína,“ segir hún hlæjandi.

Lagið „Bangsi“ kom út á síðustu plötu Ragnheiðar, „Astrocat Lullaby“.

Hildur Sigrún Valsdóttir leikstýrði myndbandinu og sá jafnframt um búninga og heildarútlit. Kvikmyndataka og eftirvinnsla var í höndum Martynu Daniel og Waddling Pictures & Co. Tómas Oddur Eiríksson er höfundur danshreyfinga og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttur sá um förðun og hár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.