Ragnheiður Gröndal gerist brjáluð kattakona Marín Manda skrifar 6. maí 2014 11:30 „Mig langaði alltaf að gera myndband við þetta lag. Hildur Sigrún á heiðurinn af hugmyndinni á bak við myndbandið en söguþráðurinn snýst um brjálaða kattarkonu sem ferðast aftur í fyrri líf og það er búið að vera mikið grín í kringum í þetta allt saman,“ segir Ragnheiður Gröndal tónlistarkona aðspurð um nýja myndbandið sem hún frumsýnir hér á Vísi í dag. Ragnheiður á sjálf tvo ketti og annar þeirra, hinn þrífætti Bangsi, lék burðarhlutverk í myndbandinu. Bangsi er þó ekki að stíga sín fyrstu skref í veröld sviðslistanna því hann lék aukahlutverk í þáttunum „Fólkið í blokkinni“ sem sýndir voru á RÚV árið 2013. „Þetta lag er tileinkað ástinni, lífinu og Bangsa. Ég er samt að reyna að draga úr því að semja um kettina mína,“ segir hún hlæjandi. Lagið „Bangsi“ kom út á síðustu plötu Ragnheiðar, „Astrocat Lullaby“. Hildur Sigrún Valsdóttir leikstýrði myndbandinu og sá jafnframt um búninga og heildarútlit. Kvikmyndataka og eftirvinnsla var í höndum Martynu Daniel og Waddling Pictures & Co. Tómas Oddur Eiríksson er höfundur danshreyfinga og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttur sá um förðun og hár. Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Mig langaði alltaf að gera myndband við þetta lag. Hildur Sigrún á heiðurinn af hugmyndinni á bak við myndbandið en söguþráðurinn snýst um brjálaða kattarkonu sem ferðast aftur í fyrri líf og það er búið að vera mikið grín í kringum í þetta allt saman,“ segir Ragnheiður Gröndal tónlistarkona aðspurð um nýja myndbandið sem hún frumsýnir hér á Vísi í dag. Ragnheiður á sjálf tvo ketti og annar þeirra, hinn þrífætti Bangsi, lék burðarhlutverk í myndbandinu. Bangsi er þó ekki að stíga sín fyrstu skref í veröld sviðslistanna því hann lék aukahlutverk í þáttunum „Fólkið í blokkinni“ sem sýndir voru á RÚV árið 2013. „Þetta lag er tileinkað ástinni, lífinu og Bangsa. Ég er samt að reyna að draga úr því að semja um kettina mína,“ segir hún hlæjandi. Lagið „Bangsi“ kom út á síðustu plötu Ragnheiðar, „Astrocat Lullaby“. Hildur Sigrún Valsdóttir leikstýrði myndbandinu og sá jafnframt um búninga og heildarútlit. Kvikmyndataka og eftirvinnsla var í höndum Martynu Daniel og Waddling Pictures & Co. Tómas Oddur Eiríksson er höfundur danshreyfinga og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttur sá um förðun og hár.
Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira