„Miðaldra menn og verðum latari með árunum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 12:30 „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota.“ „Við uppgötvuðum það einhvern daginn að við værum tvítugir í ár. Það eru tímamót í sjálfu sér. Við bendum gjarnan á það að við höfum verið að næstum því helmingi lengur en Bítlarnir,“ segir Hjörleifur Hjartarson. Hann skipar dúettinn Hundur í óskilum ásamt Eiríki G. Stephensen. Sveitin, sem þekkt er fyrir gamansemi og glaum, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. „Við byrjuðum í einhverju partíi eins og hljómsveitir byrja gjarnan. Síðan er partíið búið að standa í tuttugu ár. Eiríkur félagi minn flutti norður til Dalvíkur þar sem ég bjó í Svarfaðardal og fundum okkar bar saman í Leikfélagi Dalvíkur. Þar spiluðum við eitthvað í partíum og það samstarf stendur enn,“ segir Hjörleifur. Það var þó aldrei meiningin að stofna hljómsveit. „Það var ekkert planað að vera svona lengi í hljómsveit. En samstarfið blómstrar sem aldrei fyrr. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega farsælt hjónaband. Við erum löngu komnir yfir öll leiðindi. Við sitjum bara þegjandi í bílnum þegar við keyrum á tónleika. Í mesta lagi les ég Séð og Heyrt upphátt á meðan Eiríkur keyrir. Við erum löngu orðnir svo leiðir hvor á öðrum að við erum hættir að taka eftir því.“ Hljómsveitin fagnar afmælinu með nokkrum tónleikum á Café Rósenberg, þar á meðal næstkomandi föstudagskvöld klukkan 22.00. Þótt líftími sveitarinnar sé langur hefur Hundur í óskilum ekki gefið út mikið efni. „Við erum ekkert ofsalega duglegir við að halda tónleika, enda miðaldra menn og verðum latari með árunum. Við höfum gefið út tvær plötur sem báðar innihéldu tónleika sem voru teknir upp því við nenntum ekki í stúdíó. Við erum ekki einu sinni með heimasíðu. En meðan er eftirspurn eftir okkur erum við til. Við bókuðum nokkra tónleika á Rósenberg því þá neyðumst við til að mæta þegar tónleikarnir eru auglýstir. Það heldur okkur við efnið,“ segir Hjörleifur á léttum nótum en sveitin hefur þó nóg fyrir stafni. „Við höfum verið uppteknir í leikhúsinu undanfarin ár. Við vorum meðal annars með leiksýningu sem hét Saga þjóðar. Hún gekk og gekk og við höfðum ekki tíma í tónleikahald á meðan. Við spilum líka talsvert á árshátíðum og eigum tvær Grímur fyrir leikhústónlist. Þótt við séum ekki duglegir að gefa út höfum við ekki setið aðgerðalausir.“ Hjörleifur segir þá félaga aldrei verða uppiskroppa með efni. „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota. Það er alltaf nóg af slíku efni. Það má segja að við séum í endurvinnslu og höfum gefið okkur út fyrir að vera hljómsveit hins nýja tíma á Íslandi þar sem hlutirnir eru nýttir í botn. Við spilum til dæmis jólalög allt árið um kring. Við spilum á eldhúsáhöld sem enginn vill spila á – hárþurrkur og hækjur til dæmis,“ segir Hjörleifur. Hann segir afmælisárið lofa góðu. „Við erum að leggja drög að nýrri sýningu. Saga þjóðar heldur alltaf áfram að lengjast í annan endann þannig að það er kominn efniviður í nýja sýningu. Síðan vorum við með sýninguna Hestaat í samstarfi við Hilmi Snæ í Hörpu fyrir stuttu og það verða einhverjar sýningar á því í lok maí í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Hjörleifur sem nýtur þess að vera tvítugur á ný. „Við erum barnungir. Við eigum fjörutíu ár eftir af ferlinum.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við uppgötvuðum það einhvern daginn að við værum tvítugir í ár. Það eru tímamót í sjálfu sér. Við bendum gjarnan á það að við höfum verið að næstum því helmingi lengur en Bítlarnir,“ segir Hjörleifur Hjartarson. Hann skipar dúettinn Hundur í óskilum ásamt Eiríki G. Stephensen. Sveitin, sem þekkt er fyrir gamansemi og glaum, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. „Við byrjuðum í einhverju partíi eins og hljómsveitir byrja gjarnan. Síðan er partíið búið að standa í tuttugu ár. Eiríkur félagi minn flutti norður til Dalvíkur þar sem ég bjó í Svarfaðardal og fundum okkar bar saman í Leikfélagi Dalvíkur. Þar spiluðum við eitthvað í partíum og það samstarf stendur enn,“ segir Hjörleifur. Það var þó aldrei meiningin að stofna hljómsveit. „Það var ekkert planað að vera svona lengi í hljómsveit. En samstarfið blómstrar sem aldrei fyrr. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega farsælt hjónaband. Við erum löngu komnir yfir öll leiðindi. Við sitjum bara þegjandi í bílnum þegar við keyrum á tónleika. Í mesta lagi les ég Séð og Heyrt upphátt á meðan Eiríkur keyrir. Við erum löngu orðnir svo leiðir hvor á öðrum að við erum hættir að taka eftir því.“ Hljómsveitin fagnar afmælinu með nokkrum tónleikum á Café Rósenberg, þar á meðal næstkomandi föstudagskvöld klukkan 22.00. Þótt líftími sveitarinnar sé langur hefur Hundur í óskilum ekki gefið út mikið efni. „Við erum ekkert ofsalega duglegir við að halda tónleika, enda miðaldra menn og verðum latari með árunum. Við höfum gefið út tvær plötur sem báðar innihéldu tónleika sem voru teknir upp því við nenntum ekki í stúdíó. Við erum ekki einu sinni með heimasíðu. En meðan er eftirspurn eftir okkur erum við til. Við bókuðum nokkra tónleika á Rósenberg því þá neyðumst við til að mæta þegar tónleikarnir eru auglýstir. Það heldur okkur við efnið,“ segir Hjörleifur á léttum nótum en sveitin hefur þó nóg fyrir stafni. „Við höfum verið uppteknir í leikhúsinu undanfarin ár. Við vorum meðal annars með leiksýningu sem hét Saga þjóðar. Hún gekk og gekk og við höfðum ekki tíma í tónleikahald á meðan. Við spilum líka talsvert á árshátíðum og eigum tvær Grímur fyrir leikhústónlist. Þótt við séum ekki duglegir að gefa út höfum við ekki setið aðgerðalausir.“ Hjörleifur segir þá félaga aldrei verða uppiskroppa með efni. „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota. Það er alltaf nóg af slíku efni. Það má segja að við séum í endurvinnslu og höfum gefið okkur út fyrir að vera hljómsveit hins nýja tíma á Íslandi þar sem hlutirnir eru nýttir í botn. Við spilum til dæmis jólalög allt árið um kring. Við spilum á eldhúsáhöld sem enginn vill spila á – hárþurrkur og hækjur til dæmis,“ segir Hjörleifur. Hann segir afmælisárið lofa góðu. „Við erum að leggja drög að nýrri sýningu. Saga þjóðar heldur alltaf áfram að lengjast í annan endann þannig að það er kominn efniviður í nýja sýningu. Síðan vorum við með sýninguna Hestaat í samstarfi við Hilmi Snæ í Hörpu fyrir stuttu og það verða einhverjar sýningar á því í lok maí í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Hjörleifur sem nýtur þess að vera tvítugur á ný. „Við erum barnungir. Við eigum fjörutíu ár eftir af ferlinum.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“