Ofbauð íslensk stjórnvöld og bjó til plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. maí 2014 13:30 Rapparinn Úlfur Kolka sendir frá sér pólitíska rappplötu eftir að hann fékk nóg af ástandinu hér á landi. fréttablaðið/valli „Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“