Stærsti leikur ársins Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2014 08:00 Er loksins komið að því að Gerrard vinni ensku deildina? vísir/getty Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er risavaxinn. Þetta er stærsti leikur ársins. Liverpool mætir Manchester City í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Þetta er leikur sem Liverpool-menn eru búnir að bíða lengi eftir. Þeir eru jú búnir að bíða eftir enska meistaratitlinum í heil 24 ár. Eins og leikurinn sé ekki nógu stór þá blandast inn í að hann fer fram tveimur dögum fyrir 25 ára afmæli Hillsborough-slyssins og verður þeirra 96 sem létust í þeim hroðalega atburði minnst fyrir leikinn. Hann hefst þess vegna sjö mínútum á eftir áætlun rétt eins og aðrir leikir á Englandi um helgina. Þetta er meira en bara knattspyrnuleikur – þetta verður knattspyrnuviðburður.Hægt að lofa mörkum Bæði lið hafa verið á ótrúlegum skriði í úrvalsdeildinni eftir áramót. Liverpool er enn taplaust í deildinni árið 2014 og er búið að vinna níu leiki í röð. Í heildina er Liverpool búið að vinna 12 leiki og gera 2 jafntefli á árinu. Manchester City er búið að vinna fimm af síðustu sex og gera eitt jafntefli en árangur þess á nýju ári eru níu sigrar, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Bæði lið skora nánast að vild. Liverpool er búið að mölbrjóta eigið met yfir flest mörk skoruð í deildinni en þau eru 90 talsins. City er ekki langt á eftir með 84 mörk en samtals hafa þessi lið skorað 174 mörk á tímabilinu. Liðin sem eru næst þeim: Chelsea, Arsenal og Everton, eru samtals búin að skora 173 mörk. Ef rýnt er í tölfræðina má búast við því að heimamenn skori í fyrri hálfleik og Manchester City sæki í sig veðrið í þeim síðari. Þau eru bæði í sérflokki í að skora í hvort í sínum hálfleiknum. Liverpool er búið að skora 55 mörk í fyrri hálfleik, 18 mörkum meira en City. Strákarnir hans Pellegrinis eru búnir að skora 47 mörk í seinni hálfleik, tíu mörkum meira en næsta lið, Chelsea.Fjórir góðir Í báðum liðum má finna leikmenn sem auðveldlega má kjósa í lið ársins og einn þeirra verður klárlega kosinn leikmaður ársins. Það er Luis Suárez sem hefur verið ótrúlegur á tímabilinu en hann er búinn að skora 29 mörk og gefa 11 stoðsendingar. Hann er sumsé búinn að skora eða leggja upp 40 af 90 deildarmörkum Liverpool á tímabilinu. Daniel Sturridge hefur einnig verið frábær en maðurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á gengi Liverpool eftir áramót er fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir að hann tók að sér hlutverk aftar á vellinum og hóf að stýra leik liðsins eins og konsertmeistari hefur það ekki litið um öxl. Hann verður gríðarlega mikilvægur í baráttunni inni á miðjunni. Á miðjunni hjá Manchester City er nefnilega líklega besti miðjumaður deildarinnar, Yaya Touré. Fílabeinsstrendingurinn er búinn að skora 18 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Magnaður leikmaður sem virðist ekkert hafa fyrir þessu. Hann verður í lykilhlutverki og svo má ekki gleyma Sergio Agüero sem verður væntanlega klár í slaginn á sunnudaginn. Eðlilega er mest rætt og ritað um SAS-tvíeykið hjá Liverpool en Agüero er búinn að skora 15 mörk í 17 leikjum. Ef ekki væri fyrir meiðslin væri hann búinn að gera mun fleiri mörk.Ekki á toppinn Þó að Manchester City vinni á sunnudaginn fer liðið ekki á toppinn – því má ekki gleyma. Liðið á enn inni leik til góða gegn Sunderland. Það er ekki nóg að eiga leikina bara inni heldur verður að vinna þá. Liverpool á eftir tvo mjög erfiða leiki gegn City og Chelsea en báða á heimavelli. Auk Liverpool þarf City að mæta Everton á útivelli. En allt snýst þetta um sunnudaginn. Þar kemur í ljós hverjir ætla sér þann stóra. Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er risavaxinn. Þetta er stærsti leikur ársins. Liverpool mætir Manchester City í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Þetta er leikur sem Liverpool-menn eru búnir að bíða lengi eftir. Þeir eru jú búnir að bíða eftir enska meistaratitlinum í heil 24 ár. Eins og leikurinn sé ekki nógu stór þá blandast inn í að hann fer fram tveimur dögum fyrir 25 ára afmæli Hillsborough-slyssins og verður þeirra 96 sem létust í þeim hroðalega atburði minnst fyrir leikinn. Hann hefst þess vegna sjö mínútum á eftir áætlun rétt eins og aðrir leikir á Englandi um helgina. Þetta er meira en bara knattspyrnuleikur – þetta verður knattspyrnuviðburður.Hægt að lofa mörkum Bæði lið hafa verið á ótrúlegum skriði í úrvalsdeildinni eftir áramót. Liverpool er enn taplaust í deildinni árið 2014 og er búið að vinna níu leiki í röð. Í heildina er Liverpool búið að vinna 12 leiki og gera 2 jafntefli á árinu. Manchester City er búið að vinna fimm af síðustu sex og gera eitt jafntefli en árangur þess á nýju ári eru níu sigrar, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Bæði lið skora nánast að vild. Liverpool er búið að mölbrjóta eigið met yfir flest mörk skoruð í deildinni en þau eru 90 talsins. City er ekki langt á eftir með 84 mörk en samtals hafa þessi lið skorað 174 mörk á tímabilinu. Liðin sem eru næst þeim: Chelsea, Arsenal og Everton, eru samtals búin að skora 173 mörk. Ef rýnt er í tölfræðina má búast við því að heimamenn skori í fyrri hálfleik og Manchester City sæki í sig veðrið í þeim síðari. Þau eru bæði í sérflokki í að skora í hvort í sínum hálfleiknum. Liverpool er búið að skora 55 mörk í fyrri hálfleik, 18 mörkum meira en City. Strákarnir hans Pellegrinis eru búnir að skora 47 mörk í seinni hálfleik, tíu mörkum meira en næsta lið, Chelsea.Fjórir góðir Í báðum liðum má finna leikmenn sem auðveldlega má kjósa í lið ársins og einn þeirra verður klárlega kosinn leikmaður ársins. Það er Luis Suárez sem hefur verið ótrúlegur á tímabilinu en hann er búinn að skora 29 mörk og gefa 11 stoðsendingar. Hann er sumsé búinn að skora eða leggja upp 40 af 90 deildarmörkum Liverpool á tímabilinu. Daniel Sturridge hefur einnig verið frábær en maðurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á gengi Liverpool eftir áramót er fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir að hann tók að sér hlutverk aftar á vellinum og hóf að stýra leik liðsins eins og konsertmeistari hefur það ekki litið um öxl. Hann verður gríðarlega mikilvægur í baráttunni inni á miðjunni. Á miðjunni hjá Manchester City er nefnilega líklega besti miðjumaður deildarinnar, Yaya Touré. Fílabeinsstrendingurinn er búinn að skora 18 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Magnaður leikmaður sem virðist ekkert hafa fyrir þessu. Hann verður í lykilhlutverki og svo má ekki gleyma Sergio Agüero sem verður væntanlega klár í slaginn á sunnudaginn. Eðlilega er mest rætt og ritað um SAS-tvíeykið hjá Liverpool en Agüero er búinn að skora 15 mörk í 17 leikjum. Ef ekki væri fyrir meiðslin væri hann búinn að gera mun fleiri mörk.Ekki á toppinn Þó að Manchester City vinni á sunnudaginn fer liðið ekki á toppinn – því má ekki gleyma. Liðið á enn inni leik til góða gegn Sunderland. Það er ekki nóg að eiga leikina bara inni heldur verður að vinna þá. Liverpool á eftir tvo mjög erfiða leiki gegn City og Chelsea en báða á heimavelli. Auk Liverpool þarf City að mæta Everton á útivelli. En allt snýst þetta um sunnudaginn. Þar kemur í ljós hverjir ætla sér þann stóra.
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti