Stærsti leikur ársins Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2014 08:00 Er loksins komið að því að Gerrard vinni ensku deildina? vísir/getty Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er risavaxinn. Þetta er stærsti leikur ársins. Liverpool mætir Manchester City í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Þetta er leikur sem Liverpool-menn eru búnir að bíða lengi eftir. Þeir eru jú búnir að bíða eftir enska meistaratitlinum í heil 24 ár. Eins og leikurinn sé ekki nógu stór þá blandast inn í að hann fer fram tveimur dögum fyrir 25 ára afmæli Hillsborough-slyssins og verður þeirra 96 sem létust í þeim hroðalega atburði minnst fyrir leikinn. Hann hefst þess vegna sjö mínútum á eftir áætlun rétt eins og aðrir leikir á Englandi um helgina. Þetta er meira en bara knattspyrnuleikur – þetta verður knattspyrnuviðburður.Hægt að lofa mörkum Bæði lið hafa verið á ótrúlegum skriði í úrvalsdeildinni eftir áramót. Liverpool er enn taplaust í deildinni árið 2014 og er búið að vinna níu leiki í röð. Í heildina er Liverpool búið að vinna 12 leiki og gera 2 jafntefli á árinu. Manchester City er búið að vinna fimm af síðustu sex og gera eitt jafntefli en árangur þess á nýju ári eru níu sigrar, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Bæði lið skora nánast að vild. Liverpool er búið að mölbrjóta eigið met yfir flest mörk skoruð í deildinni en þau eru 90 talsins. City er ekki langt á eftir með 84 mörk en samtals hafa þessi lið skorað 174 mörk á tímabilinu. Liðin sem eru næst þeim: Chelsea, Arsenal og Everton, eru samtals búin að skora 173 mörk. Ef rýnt er í tölfræðina má búast við því að heimamenn skori í fyrri hálfleik og Manchester City sæki í sig veðrið í þeim síðari. Þau eru bæði í sérflokki í að skora í hvort í sínum hálfleiknum. Liverpool er búið að skora 55 mörk í fyrri hálfleik, 18 mörkum meira en City. Strákarnir hans Pellegrinis eru búnir að skora 47 mörk í seinni hálfleik, tíu mörkum meira en næsta lið, Chelsea.Fjórir góðir Í báðum liðum má finna leikmenn sem auðveldlega má kjósa í lið ársins og einn þeirra verður klárlega kosinn leikmaður ársins. Það er Luis Suárez sem hefur verið ótrúlegur á tímabilinu en hann er búinn að skora 29 mörk og gefa 11 stoðsendingar. Hann er sumsé búinn að skora eða leggja upp 40 af 90 deildarmörkum Liverpool á tímabilinu. Daniel Sturridge hefur einnig verið frábær en maðurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á gengi Liverpool eftir áramót er fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir að hann tók að sér hlutverk aftar á vellinum og hóf að stýra leik liðsins eins og konsertmeistari hefur það ekki litið um öxl. Hann verður gríðarlega mikilvægur í baráttunni inni á miðjunni. Á miðjunni hjá Manchester City er nefnilega líklega besti miðjumaður deildarinnar, Yaya Touré. Fílabeinsstrendingurinn er búinn að skora 18 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Magnaður leikmaður sem virðist ekkert hafa fyrir þessu. Hann verður í lykilhlutverki og svo má ekki gleyma Sergio Agüero sem verður væntanlega klár í slaginn á sunnudaginn. Eðlilega er mest rætt og ritað um SAS-tvíeykið hjá Liverpool en Agüero er búinn að skora 15 mörk í 17 leikjum. Ef ekki væri fyrir meiðslin væri hann búinn að gera mun fleiri mörk.Ekki á toppinn Þó að Manchester City vinni á sunnudaginn fer liðið ekki á toppinn – því má ekki gleyma. Liðið á enn inni leik til góða gegn Sunderland. Það er ekki nóg að eiga leikina bara inni heldur verður að vinna þá. Liverpool á eftir tvo mjög erfiða leiki gegn City og Chelsea en báða á heimavelli. Auk Liverpool þarf City að mæta Everton á útivelli. En allt snýst þetta um sunnudaginn. Þar kemur í ljós hverjir ætla sér þann stóra. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er risavaxinn. Þetta er stærsti leikur ársins. Liverpool mætir Manchester City í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Þetta er leikur sem Liverpool-menn eru búnir að bíða lengi eftir. Þeir eru jú búnir að bíða eftir enska meistaratitlinum í heil 24 ár. Eins og leikurinn sé ekki nógu stór þá blandast inn í að hann fer fram tveimur dögum fyrir 25 ára afmæli Hillsborough-slyssins og verður þeirra 96 sem létust í þeim hroðalega atburði minnst fyrir leikinn. Hann hefst þess vegna sjö mínútum á eftir áætlun rétt eins og aðrir leikir á Englandi um helgina. Þetta er meira en bara knattspyrnuleikur – þetta verður knattspyrnuviðburður.Hægt að lofa mörkum Bæði lið hafa verið á ótrúlegum skriði í úrvalsdeildinni eftir áramót. Liverpool er enn taplaust í deildinni árið 2014 og er búið að vinna níu leiki í röð. Í heildina er Liverpool búið að vinna 12 leiki og gera 2 jafntefli á árinu. Manchester City er búið að vinna fimm af síðustu sex og gera eitt jafntefli en árangur þess á nýju ári eru níu sigrar, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Bæði lið skora nánast að vild. Liverpool er búið að mölbrjóta eigið met yfir flest mörk skoruð í deildinni en þau eru 90 talsins. City er ekki langt á eftir með 84 mörk en samtals hafa þessi lið skorað 174 mörk á tímabilinu. Liðin sem eru næst þeim: Chelsea, Arsenal og Everton, eru samtals búin að skora 173 mörk. Ef rýnt er í tölfræðina má búast við því að heimamenn skori í fyrri hálfleik og Manchester City sæki í sig veðrið í þeim síðari. Þau eru bæði í sérflokki í að skora í hvort í sínum hálfleiknum. Liverpool er búið að skora 55 mörk í fyrri hálfleik, 18 mörkum meira en City. Strákarnir hans Pellegrinis eru búnir að skora 47 mörk í seinni hálfleik, tíu mörkum meira en næsta lið, Chelsea.Fjórir góðir Í báðum liðum má finna leikmenn sem auðveldlega má kjósa í lið ársins og einn þeirra verður klárlega kosinn leikmaður ársins. Það er Luis Suárez sem hefur verið ótrúlegur á tímabilinu en hann er búinn að skora 29 mörk og gefa 11 stoðsendingar. Hann er sumsé búinn að skora eða leggja upp 40 af 90 deildarmörkum Liverpool á tímabilinu. Daniel Sturridge hefur einnig verið frábær en maðurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á gengi Liverpool eftir áramót er fyrirliðinn Steven Gerrard. Eftir að hann tók að sér hlutverk aftar á vellinum og hóf að stýra leik liðsins eins og konsertmeistari hefur það ekki litið um öxl. Hann verður gríðarlega mikilvægur í baráttunni inni á miðjunni. Á miðjunni hjá Manchester City er nefnilega líklega besti miðjumaður deildarinnar, Yaya Touré. Fílabeinsstrendingurinn er búinn að skora 18 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Magnaður leikmaður sem virðist ekkert hafa fyrir þessu. Hann verður í lykilhlutverki og svo má ekki gleyma Sergio Agüero sem verður væntanlega klár í slaginn á sunnudaginn. Eðlilega er mest rætt og ritað um SAS-tvíeykið hjá Liverpool en Agüero er búinn að skora 15 mörk í 17 leikjum. Ef ekki væri fyrir meiðslin væri hann búinn að gera mun fleiri mörk.Ekki á toppinn Þó að Manchester City vinni á sunnudaginn fer liðið ekki á toppinn – því má ekki gleyma. Liðið á enn inni leik til góða gegn Sunderland. Það er ekki nóg að eiga leikina bara inni heldur verður að vinna þá. Liverpool á eftir tvo mjög erfiða leiki gegn City og Chelsea en báða á heimavelli. Auk Liverpool þarf City að mæta Everton á útivelli. En allt snýst þetta um sunnudaginn. Þar kemur í ljós hverjir ætla sér þann stóra.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira