Byrjuðu á hjónabandserjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 09:30 Edda og Sverrir. Vísir/Stefán Hin sænsk-íslenska söngkona Edda Magnason og hinn íslenski leikari Sverrir Guðnason sem býr og starfar í Svíþjóð eru stödd á landinu vegna frumsýningar myndarinnar Monica Z. Bæði hlutu þau sænsku gullbjölluna fyrir leik sinn. Edda þreytti frumraun sína sem leikkona í titilhlutverki myndarinnar sem fjallar um ævi sænsku djasssöngkonunnar Monicu Zetterlund. Monica Z var opnunarmynd norrænu kvikmyndahátíðarinnar í Norræna húsinu og í tilefni þess komu aðalleikarar hennar, Edda Magnason og Sverrir Guðnason, hingað og njóta þess því bæði tengjast landinu sterkum böndum.Sverrir: „Foreldrar mínir búa hér og öll ættin, nema systir mín sem býr í Gautaborg. Ég átti heima á Grenimelnum til tólf ára aldurs og hef alltaf reynt að halda í málið, tala til dæmis íslensku við dætur mínar þrjár.“Edda: „Pabbi bjó lengi í Svíþjóð en það var alltaf töluð sænska heima. Nú er hann dýralæknir á Egilsstöðum og ég kem yfirleitt einu sinni á ári að heilsa upp á hann og frændur og frænkur. Amma mín dó fyrir nokkrum árum en hjá henni var fastur viðkomustaður fjölskyldunnar. Hún átti alltaf pönnukökur og fleira góðgæti. Mér finnst gaman að versla í Reykjavík og svo nær pabbi oft í mig á jeppanum. Ég drekk kaffi og borða súkkulaði meðan hann keyrir austur, ýmist norður- eða suðurleiðina.“Hafið þið einhvern tíma unnið hér á landi?Edda: „Ég hef unnið í fiski og selt ís og pylsur á Egilsstöðum.“Sverrir: „Fyrir utan að leika í Borgarleikhúsinu þegar ég var ellefu ára vann ég í unglingavinnunni og kirkjugörðunum. Ég lék líka lítið hlutverk í Tíma nornarinnar, seríu sem Friðrik Þór gerði. En ég gæti alveg hugsað mér að leika meira hér. Það virðist mikið að gerast hér í kvikmyndabransanum. Ég held ég hafi aldrei verið í sama herbergi og sex leikstjórar en það gerðist í gærkveldi og allir voru með einhver verkefni í pípunum.“Byrjuðu á hjónaerjum Þau Edda og Sverrir þekktust ekki áður en þau byrjuðu að leika saman í Monicu Z. Var það tilviljun að tveir Íslendingar lentu saman í þeirri mynd?Sverrir: „Ég held ekki að það hafi verið tilviljun. Ég man þegar ég hitti Eddu fyrst á hótelherbergi í Köben, þá voru prufutökur að hefjast fyrir myndina. Það var svolítið gaman.“Edda: „Já, við byrjuðum á hjónabandserjum. Spunnum í einhverja tvo tíma og allt var tekið upp. Enda fengum við hlutverkin!“ Þið sýnið sterkar tilfinningar í myndinni.Eruð þið tilfinningaríkar manneskjur?Edda: „Já, líklega. Sem leikari verður maður að minnsta kosti að hafa greiða leið að tilfinningum sínum og draga þær fram til skiptis eftir þörfum. Allur skalinn þarf alltaf að vera til taks. Ég var ansi tilfinninganæm meðan á upptökunum stóð en nú er ég smátt og smátt að verða venjuleg aftur!“Sverrir: „Sem leikari hefur það virkilegan tilgang að vera tilfinningaríkur. Tilfinningaríkur og músíkalskur. Það eru góðir eiginleikar.“ Tökur á Monicu Z tóku tvo mánuði að sögn Sverris.Edda: „En undirbúningstíminn var langur. Líklega fjögur ár frá því hugmyndin fæddist. Ég fékk svona hálft ár til að undirbúa mig. Það var mjög stíft. Ég þurfti að leggja skánskuna á hilluna og æfa mig að tala Stokkhólmssænsku fyrir utan að breyta söngröddinni minni þannig að hún væri sem líkust hennar. Svo reyndi ég að setja mig inn í tíðarandann sem myndin gerist í og hugsanagang Moniku og æfa hreyfingar hennar og tjáningu. Síðan fór hellings tími í fataprufur, og hár og sminkprófanir.“Sverrir: „Já, í búningaherberginu sá ég myndir í hundraðatali af Eddu í ólíkum fatnaði og hugsaði: Vá, þetta hefur verið vesen. Sjálfum leiðist mér að þurfa að máta föt þegar ég fer í búð að versla.“Edda: „Þetta var bara liður í að lifa mig inn í heim Moniku Zetterlund.“ Þú spilar á bassa í myndinni, Sverrir. Ertu hljóðfæraleikari?Sverrir: „Nei. Ég spila á gítar og æfði á trompet þegar ég var lítill en ég þurfti að læra á bassann til að spila á hann í myndinni. Fékk þrjá mánuði. Það var mjög gaman. Ég er að hugsa um að kaupa mér bassa.“ (Edda tekur nokkra bassatóna.)Sverrir: „Það er gaman að segja frá því að við tókum hluta af myndinni utan við alvöruhúsið hennar Monicu Zetterlund. En svo var íbúðin byggð upp í stúdíói, eftir sömu teikningum.Nývöknuð að leika í partíi Í upphafi ætlaði Per Fly, leikstjóri Monicu Z, alls ekki að fá manneskju sem líktist Moniku til að leika hana og heldur ekki djasssöngkonu en svo var honum bent á Eddu, sem þá hafði aldrei leikið, ekki einu sinni á skólaskemmtun. Var hún ekki hissa þegar henni var boðið hlutverkið?Edda: „Ég var beðin að koma í prufu og varð svolítið forvitin en bjóst alls ekki við að verða valin. Allt í einu var ég komin í þetta krefjandi verkefni en samtímis var það skemmtilegt.“Fóruð þið til New York?Edda: „Ég fór þangað. Upptökurnar byrjuðu þar. Í Harlem innan um fullt af aukaleikurum og leikurum, meðal annars í hlutverki Miles Davis, Ellu Fizgerald og fleiri frægra.“ Þið keðjureykið í myndinni, sérstaklega þú, Edda. Eruð þið reykingafólk? „Ég var með gervisígarettur en stundum var ég svo þreytt að ég fékk mér eina alvöru. Það gat verið strembið að mæta nývöknuð í tökur á morgnana til að leika í partíi, reykja, djamma og djúsa alveg á fullu!“Hvað var í glösunum? „Mest epladjús eða vatn með soja. En þegar opnaðar voru freyðivínsflöskur þá var það alvöru.“Er erfitt að sleppa Zetterlund og verða Edda aftur? „Nei, ég er byrjuð að finna fyrir fortíðarþrá þegar ég horfi á myndina, mér finnst svo langt síðan ég var að vinna í henni og það var svo skemmtilegur tími. En ég fór til Kanada strax eftir að tökum lauk, var þar með vinum í nýju umhverfi og það flýtti fyrir því að ég kæmist úr hlutverkinu. En auðvitað fylgir Monica mér. Hér sit ég til dæmis tveimur og hálfu ári eftir tökurnar og tala um hana.“Ný plata og þrjár myndirHeldur þú söngskemmtanir sem Monica Zetterlund, Edda?Edda: „Meðan á kynningu myndarinnar stóð, til dæmis í sjónvarpi, tók ég oft lögin hennar, söng jafnvel með stórsveit og það var gaman. En nú vinn ég með mína eigin tónlist sem er meira poppuð.“Heldurðu oft tónleika sem Edda Magnason? „Já, ég er með nýja hljómsveit og gef út nýja plötu í sumar. Eftir um það bil mánuð set ég á fulla ferð með að kynna hana og verð að spila og syngja í allt sumar. Það væri gaman að koma hingað í þeim erindum.“Bíða ekki leikaraverkefnin í bunkum eftir henni nú þegar hún hefur slegið í gegn á hvíta tjaldinu?Edda: „Jú, ég er búin að fá slatta af tilboðum en á eftir að hugsa mig um. Akkúrat núna er ég fókuseruð á nýju plötuna og allt sem henni fylgir.“En hvenær megum við eiga von á að heyra nafnið þitt nefnt næst í fjölmiðlum, Sverrir? Eru nýjar myndir í farvatninu eða stór hlutverk á sviði?Sverrir: „Ég er búinn að taka upp þrjár myndir sem eftir er að frumsýna. Það eru Blow Fly Park, sem Jens Östberg leikstýrir. Hann er ballettdansari og danshöfundur og þegar hann var 24 ára vann hann stærstu verðlaun sem hægt er að vinna fyrir dans. Þetta er hans fyrsta bíómynd. Mjög spennandi verkefni. Þar leik ég mann sem vinnur á leikskóla og getur hafa valdið því að vinur hans dó. Önnur sem ég leik í og er óútkomin er My So Called Father í stjórn Ulf Malmroos. En stærsta verkefnið er Gentleman sem Mikael Marcimain stýrir og kostar um 100 milljónir sænskra króna. Það er bæði bíómynd sem kemur í október og svo var tekin upp sex klukkustunda sjónvarpssería. Ég leik þar ljóðskáld. Gentlemen er eftir samnefndum metsölubókum Klas Östergrens. Þær spanna tímabilið frá 1943 til 2005 og myndin gerir það líka.“ Meðan Sverrir fer fram að sækja kaffi með 28% af mjólk fyrir Eddu! trúir hún mér fyrir því að þótt hún tali ekki mikla íslensku sé hljómfall tungumálsins henni nærtækt og leyfir mér að heyra: „Neei, Gvuuð!“ „Þetta kallaði amma upp þegar hún var búin að missa af flugvélinni heim til Íslands!“Um Eddu:Nafn: Edda Karin Hjartardóttir en notar Edda Magnason. Aldur: 29 ára. Foreldrar: Hjörtur Ögmundur Magnason og Karin Eva Margit Lindström. Fædd og uppalin í Fyldalen á Skáni í Svíþjóð. Spilar á píanó, semur tónlist og syngur. Fyrsta sólóplatan, Edda Magnason, kom út árið 2010 með eigin lögum Eddu sem hún söng og spilaði á píanó. Plata númer tvö var Goods, árið 2011. Edda samdi, söng og spilaði og hannaði auk þess umslagið. Fyrsta og eina kvikmyndin til þessa Monica Z sem var frumsýnd í september 2013. Myndin var sú vinsælasta í Svíþjóð á síðasta ári og hefur verið seld til 23 landa. Edda fékk sænsku Gullbjölluna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Platan Monica Z – Musiken från filmen er orðin gullplata. Edda var tilnefnd til Grammi-verðlauna fyrir hana.Um Sverri:Aldur: 35 ára Foreldrar: Guðni Albert Jóhannesson orkumálastjóri og Bryndís Sverrisdóttir starfsmaður Þjóðminjasafns. Fyrsta hlutverk í stóru leikhúsi var drengur í Heimsljósi í Borgarleikhúsinu 1989. Kom líka fram í áramótaskaupi 1989. 1996 fékk hann hlutverk í fyrstu sjónvarpsseríunni, Sexton. Hefur leikið Pontus í 11 Kurt-Wallander myndum. Fékk verðlaun sem besti karlleikari fyrir hlutverk sitt í dansk/sænsku myndinni Original á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Shanghai 2009. Lék aðalhlutverk í Storstadsljus í Borgarleikhúsi Gautaborgar 2008 og í Paraplyerna í Cherbourg í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi 2011. Fékk Gullbjölluna 2014 sem besti karlleikari í aukahlutverki í myndinni Monica Z. Tengdar fréttir Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Sænsk-íslenska leikkonan Edda Magnason hreppti í kvöld sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Monica Z. Íslendingurinn Sverrir Guðnason hlaut einnig verðlaun fyrir leik í sömu mynd. 20. janúar 2014 22:22 Mest lesið Arnór hættur með Sögu Lífið Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Sandra heitir ekki Barilli Lífið Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Menning Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Lífið Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Sjá meira
Hin sænsk-íslenska söngkona Edda Magnason og hinn íslenski leikari Sverrir Guðnason sem býr og starfar í Svíþjóð eru stödd á landinu vegna frumsýningar myndarinnar Monica Z. Bæði hlutu þau sænsku gullbjölluna fyrir leik sinn. Edda þreytti frumraun sína sem leikkona í titilhlutverki myndarinnar sem fjallar um ævi sænsku djasssöngkonunnar Monicu Zetterlund. Monica Z var opnunarmynd norrænu kvikmyndahátíðarinnar í Norræna húsinu og í tilefni þess komu aðalleikarar hennar, Edda Magnason og Sverrir Guðnason, hingað og njóta þess því bæði tengjast landinu sterkum böndum.Sverrir: „Foreldrar mínir búa hér og öll ættin, nema systir mín sem býr í Gautaborg. Ég átti heima á Grenimelnum til tólf ára aldurs og hef alltaf reynt að halda í málið, tala til dæmis íslensku við dætur mínar þrjár.“Edda: „Pabbi bjó lengi í Svíþjóð en það var alltaf töluð sænska heima. Nú er hann dýralæknir á Egilsstöðum og ég kem yfirleitt einu sinni á ári að heilsa upp á hann og frændur og frænkur. Amma mín dó fyrir nokkrum árum en hjá henni var fastur viðkomustaður fjölskyldunnar. Hún átti alltaf pönnukökur og fleira góðgæti. Mér finnst gaman að versla í Reykjavík og svo nær pabbi oft í mig á jeppanum. Ég drekk kaffi og borða súkkulaði meðan hann keyrir austur, ýmist norður- eða suðurleiðina.“Hafið þið einhvern tíma unnið hér á landi?Edda: „Ég hef unnið í fiski og selt ís og pylsur á Egilsstöðum.“Sverrir: „Fyrir utan að leika í Borgarleikhúsinu þegar ég var ellefu ára vann ég í unglingavinnunni og kirkjugörðunum. Ég lék líka lítið hlutverk í Tíma nornarinnar, seríu sem Friðrik Þór gerði. En ég gæti alveg hugsað mér að leika meira hér. Það virðist mikið að gerast hér í kvikmyndabransanum. Ég held ég hafi aldrei verið í sama herbergi og sex leikstjórar en það gerðist í gærkveldi og allir voru með einhver verkefni í pípunum.“Byrjuðu á hjónaerjum Þau Edda og Sverrir þekktust ekki áður en þau byrjuðu að leika saman í Monicu Z. Var það tilviljun að tveir Íslendingar lentu saman í þeirri mynd?Sverrir: „Ég held ekki að það hafi verið tilviljun. Ég man þegar ég hitti Eddu fyrst á hótelherbergi í Köben, þá voru prufutökur að hefjast fyrir myndina. Það var svolítið gaman.“Edda: „Já, við byrjuðum á hjónabandserjum. Spunnum í einhverja tvo tíma og allt var tekið upp. Enda fengum við hlutverkin!“ Þið sýnið sterkar tilfinningar í myndinni.Eruð þið tilfinningaríkar manneskjur?Edda: „Já, líklega. Sem leikari verður maður að minnsta kosti að hafa greiða leið að tilfinningum sínum og draga þær fram til skiptis eftir þörfum. Allur skalinn þarf alltaf að vera til taks. Ég var ansi tilfinninganæm meðan á upptökunum stóð en nú er ég smátt og smátt að verða venjuleg aftur!“Sverrir: „Sem leikari hefur það virkilegan tilgang að vera tilfinningaríkur. Tilfinningaríkur og músíkalskur. Það eru góðir eiginleikar.“ Tökur á Monicu Z tóku tvo mánuði að sögn Sverris.Edda: „En undirbúningstíminn var langur. Líklega fjögur ár frá því hugmyndin fæddist. Ég fékk svona hálft ár til að undirbúa mig. Það var mjög stíft. Ég þurfti að leggja skánskuna á hilluna og æfa mig að tala Stokkhólmssænsku fyrir utan að breyta söngröddinni minni þannig að hún væri sem líkust hennar. Svo reyndi ég að setja mig inn í tíðarandann sem myndin gerist í og hugsanagang Moniku og æfa hreyfingar hennar og tjáningu. Síðan fór hellings tími í fataprufur, og hár og sminkprófanir.“Sverrir: „Já, í búningaherberginu sá ég myndir í hundraðatali af Eddu í ólíkum fatnaði og hugsaði: Vá, þetta hefur verið vesen. Sjálfum leiðist mér að þurfa að máta föt þegar ég fer í búð að versla.“Edda: „Þetta var bara liður í að lifa mig inn í heim Moniku Zetterlund.“ Þú spilar á bassa í myndinni, Sverrir. Ertu hljóðfæraleikari?Sverrir: „Nei. Ég spila á gítar og æfði á trompet þegar ég var lítill en ég þurfti að læra á bassann til að spila á hann í myndinni. Fékk þrjá mánuði. Það var mjög gaman. Ég er að hugsa um að kaupa mér bassa.“ (Edda tekur nokkra bassatóna.)Sverrir: „Það er gaman að segja frá því að við tókum hluta af myndinni utan við alvöruhúsið hennar Monicu Zetterlund. En svo var íbúðin byggð upp í stúdíói, eftir sömu teikningum.Nývöknuð að leika í partíi Í upphafi ætlaði Per Fly, leikstjóri Monicu Z, alls ekki að fá manneskju sem líktist Moniku til að leika hana og heldur ekki djasssöngkonu en svo var honum bent á Eddu, sem þá hafði aldrei leikið, ekki einu sinni á skólaskemmtun. Var hún ekki hissa þegar henni var boðið hlutverkið?Edda: „Ég var beðin að koma í prufu og varð svolítið forvitin en bjóst alls ekki við að verða valin. Allt í einu var ég komin í þetta krefjandi verkefni en samtímis var það skemmtilegt.“Fóruð þið til New York?Edda: „Ég fór þangað. Upptökurnar byrjuðu þar. Í Harlem innan um fullt af aukaleikurum og leikurum, meðal annars í hlutverki Miles Davis, Ellu Fizgerald og fleiri frægra.“ Þið keðjureykið í myndinni, sérstaklega þú, Edda. Eruð þið reykingafólk? „Ég var með gervisígarettur en stundum var ég svo þreytt að ég fékk mér eina alvöru. Það gat verið strembið að mæta nývöknuð í tökur á morgnana til að leika í partíi, reykja, djamma og djúsa alveg á fullu!“Hvað var í glösunum? „Mest epladjús eða vatn með soja. En þegar opnaðar voru freyðivínsflöskur þá var það alvöru.“Er erfitt að sleppa Zetterlund og verða Edda aftur? „Nei, ég er byrjuð að finna fyrir fortíðarþrá þegar ég horfi á myndina, mér finnst svo langt síðan ég var að vinna í henni og það var svo skemmtilegur tími. En ég fór til Kanada strax eftir að tökum lauk, var þar með vinum í nýju umhverfi og það flýtti fyrir því að ég kæmist úr hlutverkinu. En auðvitað fylgir Monica mér. Hér sit ég til dæmis tveimur og hálfu ári eftir tökurnar og tala um hana.“Ný plata og þrjár myndirHeldur þú söngskemmtanir sem Monica Zetterlund, Edda?Edda: „Meðan á kynningu myndarinnar stóð, til dæmis í sjónvarpi, tók ég oft lögin hennar, söng jafnvel með stórsveit og það var gaman. En nú vinn ég með mína eigin tónlist sem er meira poppuð.“Heldurðu oft tónleika sem Edda Magnason? „Já, ég er með nýja hljómsveit og gef út nýja plötu í sumar. Eftir um það bil mánuð set ég á fulla ferð með að kynna hana og verð að spila og syngja í allt sumar. Það væri gaman að koma hingað í þeim erindum.“Bíða ekki leikaraverkefnin í bunkum eftir henni nú þegar hún hefur slegið í gegn á hvíta tjaldinu?Edda: „Jú, ég er búin að fá slatta af tilboðum en á eftir að hugsa mig um. Akkúrat núna er ég fókuseruð á nýju plötuna og allt sem henni fylgir.“En hvenær megum við eiga von á að heyra nafnið þitt nefnt næst í fjölmiðlum, Sverrir? Eru nýjar myndir í farvatninu eða stór hlutverk á sviði?Sverrir: „Ég er búinn að taka upp þrjár myndir sem eftir er að frumsýna. Það eru Blow Fly Park, sem Jens Östberg leikstýrir. Hann er ballettdansari og danshöfundur og þegar hann var 24 ára vann hann stærstu verðlaun sem hægt er að vinna fyrir dans. Þetta er hans fyrsta bíómynd. Mjög spennandi verkefni. Þar leik ég mann sem vinnur á leikskóla og getur hafa valdið því að vinur hans dó. Önnur sem ég leik í og er óútkomin er My So Called Father í stjórn Ulf Malmroos. En stærsta verkefnið er Gentleman sem Mikael Marcimain stýrir og kostar um 100 milljónir sænskra króna. Það er bæði bíómynd sem kemur í október og svo var tekin upp sex klukkustunda sjónvarpssería. Ég leik þar ljóðskáld. Gentlemen er eftir samnefndum metsölubókum Klas Östergrens. Þær spanna tímabilið frá 1943 til 2005 og myndin gerir það líka.“ Meðan Sverrir fer fram að sækja kaffi með 28% af mjólk fyrir Eddu! trúir hún mér fyrir því að þótt hún tali ekki mikla íslensku sé hljómfall tungumálsins henni nærtækt og leyfir mér að heyra: „Neei, Gvuuð!“ „Þetta kallaði amma upp þegar hún var búin að missa af flugvélinni heim til Íslands!“Um Eddu:Nafn: Edda Karin Hjartardóttir en notar Edda Magnason. Aldur: 29 ára. Foreldrar: Hjörtur Ögmundur Magnason og Karin Eva Margit Lindström. Fædd og uppalin í Fyldalen á Skáni í Svíþjóð. Spilar á píanó, semur tónlist og syngur. Fyrsta sólóplatan, Edda Magnason, kom út árið 2010 með eigin lögum Eddu sem hún söng og spilaði á píanó. Plata númer tvö var Goods, árið 2011. Edda samdi, söng og spilaði og hannaði auk þess umslagið. Fyrsta og eina kvikmyndin til þessa Monica Z sem var frumsýnd í september 2013. Myndin var sú vinsælasta í Svíþjóð á síðasta ári og hefur verið seld til 23 landa. Edda fékk sænsku Gullbjölluna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Platan Monica Z – Musiken från filmen er orðin gullplata. Edda var tilnefnd til Grammi-verðlauna fyrir hana.Um Sverri:Aldur: 35 ára Foreldrar: Guðni Albert Jóhannesson orkumálastjóri og Bryndís Sverrisdóttir starfsmaður Þjóðminjasafns. Fyrsta hlutverk í stóru leikhúsi var drengur í Heimsljósi í Borgarleikhúsinu 1989. Kom líka fram í áramótaskaupi 1989. 1996 fékk hann hlutverk í fyrstu sjónvarpsseríunni, Sexton. Hefur leikið Pontus í 11 Kurt-Wallander myndum. Fékk verðlaun sem besti karlleikari fyrir hlutverk sitt í dansk/sænsku myndinni Original á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Shanghai 2009. Lék aðalhlutverk í Storstadsljus í Borgarleikhúsi Gautaborgar 2008 og í Paraplyerna í Cherbourg í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi 2011. Fékk Gullbjölluna 2014 sem besti karlleikari í aukahlutverki í myndinni Monica Z.
Tengdar fréttir Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Sænsk-íslenska leikkonan Edda Magnason hreppti í kvöld sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Monica Z. Íslendingurinn Sverrir Guðnason hlaut einnig verðlaun fyrir leik í sömu mynd. 20. janúar 2014 22:22 Mest lesið Arnór hættur með Sögu Lífið Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Sandra heitir ekki Barilli Lífið Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Menning Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Lífið Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Sjá meira
Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Sænsk-íslenska leikkonan Edda Magnason hreppti í kvöld sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Monica Z. Íslendingurinn Sverrir Guðnason hlaut einnig verðlaun fyrir leik í sömu mynd. 20. janúar 2014 22:22