Adrenalínið á fullu baksviðs Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 28. mars 2014 12:00 Guðbjörg er önnur tveggja förðunarfræðinga sem heldur utan um alla förðunarvinnu á Reykjavík Fashion Festival. Jóhanna B. Christensen Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“ Game of Thrones RFF Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“
Game of Thrones RFF Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira