Listamenn flykkjast í Gullkistuna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2014 10:00 Alda og Kristveig reka Gullkistuna á Laugarvatni. Hér ásamt gestum sínum síðasta sumar. Mynd/úr einkasafni „Við höfum kynnst alveg ótrúlega mörgu skemmtilegu fólki á þessum tíma. Við erum alltaf með gesti og það er fullbókað núna út september og við gætum verið með fleiri. Þetta er rosalega gaman,“ segir listakonan Alda Sigurðardóttir. Hún rekur Gullkistuna á Laugarvatni ásamt listakonunni Kristveigu Halldórsdóttur en Gullkistan er vettvangur þar sem listamenn af alls kyns tagi geta komið að vinna að list sinni og er svokölluð miðstöð sköpunar. Gullkistan fagnar nú fimm ára afmæli sínu og heldur upp á það með því að opna Gullkistuna fyrir gestum næstu helgi. „Við Kristveig vorum saman í Myndlista- og handíðaskólanum og þegar við kláruðum hann komum við á Laugarvatn í ólíkum erindum. Ég réð mig sem hjúkrunarfræðing og hún sem leikskólastjóra árið eftir. Við bjuggum þar í eitt ár á sama tíma og skipulögum listahátíð sem hét Gullkistan árið 1995. Við héldum hana aftur árið 2005 og þannig kviknaði hugmyndin um miðstöðina og hún var fjögur ár í gerjun,“ segir Alda en miðstöðin hefur stækkað mikið síðustu fimm ár. „Við leigðum íbúðir fyrsta sumarið og höfðum aðstöðu fyrir vinnustofu það sumar og sumarið þar á eftir. Þá gafst gestum aðeins kostur á að dvelja yfir sumartímann. Sú aðstaða varð strax of lítil þannig að við leigðum sveitabæ við hliðina á Laugarvatni sem heitir Eyvindartunga og tókum það á leigu á heilsársgrundvelli. Á þessum fimm árum höfum við verið með um 150 gesti, nær eingöngu útlendinga, sem dvelja í mánuð eða tvo í senn,“ segir Alda en þær Kristveig festu nýverið kaup á húsi fyrir miðstöðina, gömlu Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni. „Sveitabærinn var ekki nóg. Við erum búin að rífa allt innan úr nýja húsinu og í því verður sýningarsalur, kennslustofa, gott eldhús og möguleikar á alls konar námskeiðum. Við verðum til dæmis með námskeið í olíumálun í apríl og oft eru gestir okkar prófessorar við erlenda skóla og verða líka með námskeið.“ Gestir Gullkistunnar eru flestir listamenn en þangað koma einnig rithöfundar, tónlistarmenn, hönnuðir, ljósmyndarar, kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn. Sumir koma aftur og aftur að sögn Öldu og segir hún þá hæstánægða með land og þjóð. „Gestum finnst þetta geggjaður staður til að vinna á. Þeir sýna síðan verkin sín úti um allan heim. Það er gaman að segja frá því að hollenski barnabókarithöfundurinn Marjolijn Hof vann nýlega virtustu barnabókaverðlaun Hollands, Woutertje Pietrse-verðlaunin, fyrir bókina De regels vandrie. Hún var hjá okkur og í Herhúsinu á Siglufirði. Hún var hjá okkur í janúar og vildi upplifa það að vera ein í myrkri og vetri. Nú er verið að nota þessa barnabók í kennslu í hollenskum barnaskólum og út af þessari bók eru hollensk börn að teikna norðurljós og tala um plokkfisk. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum.“ Um helgina verður sýningin Folar og frygð opnuð í sýningarsal Gullkistunnar í gömlu Tjaldmiðstöðinni til að fagna fimm ára afmælinu. „Við vildum sýna listamanninum Baniprosonno, velunnara Gullkistunnar, þann sóma að setja verkin hans fallega upp. Það eru allir velkomnir og við vonum að hingað komi fullt af fólki,“ segir Alda. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Við höfum kynnst alveg ótrúlega mörgu skemmtilegu fólki á þessum tíma. Við erum alltaf með gesti og það er fullbókað núna út september og við gætum verið með fleiri. Þetta er rosalega gaman,“ segir listakonan Alda Sigurðardóttir. Hún rekur Gullkistuna á Laugarvatni ásamt listakonunni Kristveigu Halldórsdóttur en Gullkistan er vettvangur þar sem listamenn af alls kyns tagi geta komið að vinna að list sinni og er svokölluð miðstöð sköpunar. Gullkistan fagnar nú fimm ára afmæli sínu og heldur upp á það með því að opna Gullkistuna fyrir gestum næstu helgi. „Við Kristveig vorum saman í Myndlista- og handíðaskólanum og þegar við kláruðum hann komum við á Laugarvatn í ólíkum erindum. Ég réð mig sem hjúkrunarfræðing og hún sem leikskólastjóra árið eftir. Við bjuggum þar í eitt ár á sama tíma og skipulögum listahátíð sem hét Gullkistan árið 1995. Við héldum hana aftur árið 2005 og þannig kviknaði hugmyndin um miðstöðina og hún var fjögur ár í gerjun,“ segir Alda en miðstöðin hefur stækkað mikið síðustu fimm ár. „Við leigðum íbúðir fyrsta sumarið og höfðum aðstöðu fyrir vinnustofu það sumar og sumarið þar á eftir. Þá gafst gestum aðeins kostur á að dvelja yfir sumartímann. Sú aðstaða varð strax of lítil þannig að við leigðum sveitabæ við hliðina á Laugarvatni sem heitir Eyvindartunga og tókum það á leigu á heilsársgrundvelli. Á þessum fimm árum höfum við verið með um 150 gesti, nær eingöngu útlendinga, sem dvelja í mánuð eða tvo í senn,“ segir Alda en þær Kristveig festu nýverið kaup á húsi fyrir miðstöðina, gömlu Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni. „Sveitabærinn var ekki nóg. Við erum búin að rífa allt innan úr nýja húsinu og í því verður sýningarsalur, kennslustofa, gott eldhús og möguleikar á alls konar námskeiðum. Við verðum til dæmis með námskeið í olíumálun í apríl og oft eru gestir okkar prófessorar við erlenda skóla og verða líka með námskeið.“ Gestir Gullkistunnar eru flestir listamenn en þangað koma einnig rithöfundar, tónlistarmenn, hönnuðir, ljósmyndarar, kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn. Sumir koma aftur og aftur að sögn Öldu og segir hún þá hæstánægða með land og þjóð. „Gestum finnst þetta geggjaður staður til að vinna á. Þeir sýna síðan verkin sín úti um allan heim. Það er gaman að segja frá því að hollenski barnabókarithöfundurinn Marjolijn Hof vann nýlega virtustu barnabókaverðlaun Hollands, Woutertje Pietrse-verðlaunin, fyrir bókina De regels vandrie. Hún var hjá okkur og í Herhúsinu á Siglufirði. Hún var hjá okkur í janúar og vildi upplifa það að vera ein í myrkri og vetri. Nú er verið að nota þessa barnabók í kennslu í hollenskum barnaskólum og út af þessari bók eru hollensk börn að teikna norðurljós og tala um plokkfisk. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum.“ Um helgina verður sýningin Folar og frygð opnuð í sýningarsal Gullkistunnar í gömlu Tjaldmiðstöðinni til að fagna fimm ára afmælinu. „Við vildum sýna listamanninum Baniprosonno, velunnara Gullkistunnar, þann sóma að setja verkin hans fallega upp. Það eru allir velkomnir og við vonum að hingað komi fullt af fólki,“ segir Alda.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira