Listamenn flykkjast í Gullkistuna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2014 10:00 Alda og Kristveig reka Gullkistuna á Laugarvatni. Hér ásamt gestum sínum síðasta sumar. Mynd/úr einkasafni „Við höfum kynnst alveg ótrúlega mörgu skemmtilegu fólki á þessum tíma. Við erum alltaf með gesti og það er fullbókað núna út september og við gætum verið með fleiri. Þetta er rosalega gaman,“ segir listakonan Alda Sigurðardóttir. Hún rekur Gullkistuna á Laugarvatni ásamt listakonunni Kristveigu Halldórsdóttur en Gullkistan er vettvangur þar sem listamenn af alls kyns tagi geta komið að vinna að list sinni og er svokölluð miðstöð sköpunar. Gullkistan fagnar nú fimm ára afmæli sínu og heldur upp á það með því að opna Gullkistuna fyrir gestum næstu helgi. „Við Kristveig vorum saman í Myndlista- og handíðaskólanum og þegar við kláruðum hann komum við á Laugarvatn í ólíkum erindum. Ég réð mig sem hjúkrunarfræðing og hún sem leikskólastjóra árið eftir. Við bjuggum þar í eitt ár á sama tíma og skipulögum listahátíð sem hét Gullkistan árið 1995. Við héldum hana aftur árið 2005 og þannig kviknaði hugmyndin um miðstöðina og hún var fjögur ár í gerjun,“ segir Alda en miðstöðin hefur stækkað mikið síðustu fimm ár. „Við leigðum íbúðir fyrsta sumarið og höfðum aðstöðu fyrir vinnustofu það sumar og sumarið þar á eftir. Þá gafst gestum aðeins kostur á að dvelja yfir sumartímann. Sú aðstaða varð strax of lítil þannig að við leigðum sveitabæ við hliðina á Laugarvatni sem heitir Eyvindartunga og tókum það á leigu á heilsársgrundvelli. Á þessum fimm árum höfum við verið með um 150 gesti, nær eingöngu útlendinga, sem dvelja í mánuð eða tvo í senn,“ segir Alda en þær Kristveig festu nýverið kaup á húsi fyrir miðstöðina, gömlu Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni. „Sveitabærinn var ekki nóg. Við erum búin að rífa allt innan úr nýja húsinu og í því verður sýningarsalur, kennslustofa, gott eldhús og möguleikar á alls konar námskeiðum. Við verðum til dæmis með námskeið í olíumálun í apríl og oft eru gestir okkar prófessorar við erlenda skóla og verða líka með námskeið.“ Gestir Gullkistunnar eru flestir listamenn en þangað koma einnig rithöfundar, tónlistarmenn, hönnuðir, ljósmyndarar, kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn. Sumir koma aftur og aftur að sögn Öldu og segir hún þá hæstánægða með land og þjóð. „Gestum finnst þetta geggjaður staður til að vinna á. Þeir sýna síðan verkin sín úti um allan heim. Það er gaman að segja frá því að hollenski barnabókarithöfundurinn Marjolijn Hof vann nýlega virtustu barnabókaverðlaun Hollands, Woutertje Pietrse-verðlaunin, fyrir bókina De regels vandrie. Hún var hjá okkur og í Herhúsinu á Siglufirði. Hún var hjá okkur í janúar og vildi upplifa það að vera ein í myrkri og vetri. Nú er verið að nota þessa barnabók í kennslu í hollenskum barnaskólum og út af þessari bók eru hollensk börn að teikna norðurljós og tala um plokkfisk. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum.“ Um helgina verður sýningin Folar og frygð opnuð í sýningarsal Gullkistunnar í gömlu Tjaldmiðstöðinni til að fagna fimm ára afmælinu. „Við vildum sýna listamanninum Baniprosonno, velunnara Gullkistunnar, þann sóma að setja verkin hans fallega upp. Það eru allir velkomnir og við vonum að hingað komi fullt af fólki,“ segir Alda. Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira
„Við höfum kynnst alveg ótrúlega mörgu skemmtilegu fólki á þessum tíma. Við erum alltaf með gesti og það er fullbókað núna út september og við gætum verið með fleiri. Þetta er rosalega gaman,“ segir listakonan Alda Sigurðardóttir. Hún rekur Gullkistuna á Laugarvatni ásamt listakonunni Kristveigu Halldórsdóttur en Gullkistan er vettvangur þar sem listamenn af alls kyns tagi geta komið að vinna að list sinni og er svokölluð miðstöð sköpunar. Gullkistan fagnar nú fimm ára afmæli sínu og heldur upp á það með því að opna Gullkistuna fyrir gestum næstu helgi. „Við Kristveig vorum saman í Myndlista- og handíðaskólanum og þegar við kláruðum hann komum við á Laugarvatn í ólíkum erindum. Ég réð mig sem hjúkrunarfræðing og hún sem leikskólastjóra árið eftir. Við bjuggum þar í eitt ár á sama tíma og skipulögum listahátíð sem hét Gullkistan árið 1995. Við héldum hana aftur árið 2005 og þannig kviknaði hugmyndin um miðstöðina og hún var fjögur ár í gerjun,“ segir Alda en miðstöðin hefur stækkað mikið síðustu fimm ár. „Við leigðum íbúðir fyrsta sumarið og höfðum aðstöðu fyrir vinnustofu það sumar og sumarið þar á eftir. Þá gafst gestum aðeins kostur á að dvelja yfir sumartímann. Sú aðstaða varð strax of lítil þannig að við leigðum sveitabæ við hliðina á Laugarvatni sem heitir Eyvindartunga og tókum það á leigu á heilsársgrundvelli. Á þessum fimm árum höfum við verið með um 150 gesti, nær eingöngu útlendinga, sem dvelja í mánuð eða tvo í senn,“ segir Alda en þær Kristveig festu nýverið kaup á húsi fyrir miðstöðina, gömlu Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni. „Sveitabærinn var ekki nóg. Við erum búin að rífa allt innan úr nýja húsinu og í því verður sýningarsalur, kennslustofa, gott eldhús og möguleikar á alls konar námskeiðum. Við verðum til dæmis með námskeið í olíumálun í apríl og oft eru gestir okkar prófessorar við erlenda skóla og verða líka með námskeið.“ Gestir Gullkistunnar eru flestir listamenn en þangað koma einnig rithöfundar, tónlistarmenn, hönnuðir, ljósmyndarar, kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn. Sumir koma aftur og aftur að sögn Öldu og segir hún þá hæstánægða með land og þjóð. „Gestum finnst þetta geggjaður staður til að vinna á. Þeir sýna síðan verkin sín úti um allan heim. Það er gaman að segja frá því að hollenski barnabókarithöfundurinn Marjolijn Hof vann nýlega virtustu barnabókaverðlaun Hollands, Woutertje Pietrse-verðlaunin, fyrir bókina De regels vandrie. Hún var hjá okkur og í Herhúsinu á Siglufirði. Hún var hjá okkur í janúar og vildi upplifa það að vera ein í myrkri og vetri. Nú er verið að nota þessa barnabók í kennslu í hollenskum barnaskólum og út af þessari bók eru hollensk börn að teikna norðurljós og tala um plokkfisk. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum.“ Um helgina verður sýningin Folar og frygð opnuð í sýningarsal Gullkistunnar í gömlu Tjaldmiðstöðinni til að fagna fimm ára afmælinu. „Við vildum sýna listamanninum Baniprosonno, velunnara Gullkistunnar, þann sóma að setja verkin hans fallega upp. Það eru allir velkomnir og við vonum að hingað komi fullt af fólki,“ segir Alda.
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira