Lífið

Leitar að ástinni

Ritstjórn Lífsins skrifar
Kylie Minogue telur sig ekki vera auðvelda í sambandi.
Kylie Minogue telur sig ekki vera auðvelda í sambandi. Vísir/Getty
Ástralski söngfuglinn Kylie Minogue er ekki búin að gefast upp á ástinni og trúir að hinn eini rétti bíði eftir henni.

Minogue hætti með spænsku fyrirsætunni Andres Velencoso síðastliðinn október eftir fimm ára samband en hún fullyrðir að það hafi verið erfitt að blanda saman framanum og einkalífinu í gegnum tíðina.

„Sá sem er með mér þarf að vera sterkur og þola áreitnina sem fylgir því að vera í sambandi með mér. Ég held að það sé ekki auðvelt en ég er ekki búin að gefast upp. Sönn ást er þarna einhvers staðar fyrir mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.