Hlaut ellefu Óskarsverðlaun af fjórtán Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 16:30 Titanic heillaði heiminn. Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag. Óskarinn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag.
Óskarinn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira