Fataskápur frú Vigdísar forseta Sólveig Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2014 09:36 Sýningin "Ertu tilbúin frú forseti?“ hefst í Hönnunarsafni Íslands á föstudag. Sýndur er fatnaður og fylgihlutir úr eigu Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís er fyrirmynd margra enda ruddi hún braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum. Okkar langaði hins vegar að reyna að varpa ljósi á það sem minna er talað er um en var stór hluti af hennar mikilvæga hlutverki. Það er að fatnaður er ekki aukaatriði í lífi kvenna, hvort sem þær eru þjóðarleiðtogar eða venjulegar konur, heldur skipti höfuðmáli í framkomu,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Hún hefur í tvö ár unnið að undirbúningi sýningarinnar „Ertu tilbúin frú forseti?“ þar sem sýndur er fatnaður og ýmsir fylgihlutir Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. „Ég hef lengi haft áhuga á því að sýna meira af fatnaði í safninu hér heima en slíkar sýningar eru tiltölulega algengar í hönnunarsöfnum erlendis,“ upplýsir Harpa sem er í sýningarnefnd ásamt Ástríði Magnúsdóttur, dóttur Vigdísar, og Guðrúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera- og kjólameistara. „Ástríður þekkir vitanlega vel til móður sinnar og strax í upphafi vinnunnar var auðvelt að sjá hvernig sýningin gæti orðið, þar sem við drögum fram söguna, orðið og fatnaðinn. Guðrún vann sem ung kona hjá Vigdísi við embætti forsetans og þekkir því vel til,“ segir Harpa. Sýningin var einnig unnin í góðu samstarfi við Vigdísi sjálfa. „Vigdís tók hugmyndinni strax vel sem er dæmigert fyrir viðhorf hennar til lífsins,“ segir Harpa glaðlega. Öll fötin og fylgihlutirnir sem sjá má á sýningunni eru í einkaeigu Vigdísar sjálfrar. „Hún hefur haldið vel upp á flíkurnar,“ segir Harpa en á sýningunni er lögð áhersla á þær flíkur sem Vigdís klæddist við opinberar heimsóknir og sérstaklega þær sem mörkuðu upphaf ferils hennar. Sýningin verður opnuð almenningi á safnanótt, föstudaginn 7. febrúar. Opið verður frá 19 til miðnættis en boðið upp á tvær leiðsagnir, klukkan 20 og 22. Sama dag verður gefin út bók í tilefni sýningarinnar. Sýningin stendur til 5. október. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Sýningin "Ertu tilbúin frú forseti?“ hefst í Hönnunarsafni Íslands á föstudag. Sýndur er fatnaður og fylgihlutir úr eigu Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís er fyrirmynd margra enda ruddi hún braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum. Okkar langaði hins vegar að reyna að varpa ljósi á það sem minna er talað er um en var stór hluti af hennar mikilvæga hlutverki. Það er að fatnaður er ekki aukaatriði í lífi kvenna, hvort sem þær eru þjóðarleiðtogar eða venjulegar konur, heldur skipti höfuðmáli í framkomu,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Hún hefur í tvö ár unnið að undirbúningi sýningarinnar „Ertu tilbúin frú forseti?“ þar sem sýndur er fatnaður og ýmsir fylgihlutir Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. „Ég hef lengi haft áhuga á því að sýna meira af fatnaði í safninu hér heima en slíkar sýningar eru tiltölulega algengar í hönnunarsöfnum erlendis,“ upplýsir Harpa sem er í sýningarnefnd ásamt Ástríði Magnúsdóttur, dóttur Vigdísar, og Guðrúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera- og kjólameistara. „Ástríður þekkir vitanlega vel til móður sinnar og strax í upphafi vinnunnar var auðvelt að sjá hvernig sýningin gæti orðið, þar sem við drögum fram söguna, orðið og fatnaðinn. Guðrún vann sem ung kona hjá Vigdísi við embætti forsetans og þekkir því vel til,“ segir Harpa. Sýningin var einnig unnin í góðu samstarfi við Vigdísi sjálfa. „Vigdís tók hugmyndinni strax vel sem er dæmigert fyrir viðhorf hennar til lífsins,“ segir Harpa glaðlega. Öll fötin og fylgihlutirnir sem sjá má á sýningunni eru í einkaeigu Vigdísar sjálfrar. „Hún hefur haldið vel upp á flíkurnar,“ segir Harpa en á sýningunni er lögð áhersla á þær flíkur sem Vigdís klæddist við opinberar heimsóknir og sérstaklega þær sem mörkuðu upphaf ferils hennar. Sýningin verður opnuð almenningi á safnanótt, föstudaginn 7. febrúar. Opið verður frá 19 til miðnættis en boðið upp á tvær leiðsagnir, klukkan 20 og 22. Sama dag verður gefin út bók í tilefni sýningarinnar. Sýningin stendur til 5. október.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira