Eiginmaðurinn tekur við leikstjórninni Ugla Egilsdóttir skrifar 25. janúar 2014 10:30 Charlotte Bøving Leikur Lene Gammelgaard í myndinni Everest. Mynd/ Valgarður Gíslason. „Til þess að ég komist út til að leika í kvikmyndinni Everest leggur eiginmaður minn mér lið og stekkur inn í leikstjórnina í minn stað á Svönum skilja ekki í Þjóðleikhúsinu,“ segir Charlotte Bøving. „Benedikt Erlingsson, maðurinn minn, kemur mér til aðstoðar og heldur utan um allra síðustu æfingarnar á æfingaferlinu. Hann verður eins konar aðstoðarleikstjóri í þessari sýningu,“ segir Charlotte. Þessar óvenjulegu aðstæður komu upp vegna þess að Charlotte bauðst hlutverk í stórmyndinni Everest eftir Baltasar Kormák. „Tökur hefjast áður en æfingum lýkur á verkinu Svanir skilja ekki.“ Charlotte kemur samt sem áður ekki til með að sleppa alveg hendinni af Svönum sem skilja ekki. „Þetta er frábært verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur,“ segir hún. Charlotte ætlar að fylgjast vel með gangi mála á Skype, og sjá til þess að eiginmaðurinn haldi rétt á spöðunum síðustu tvær vikurnar í æfingaferlinu. „Þetta verður skemmtilegt hjónasamstarf á milli okkar, sem er afar viðeigandi, því að leikrit Auðar Övu fjallar um hjónabandið,“ segir Charlotte. Æfingar eru komnar vel af stað, og Charlotte segir að prufuáhorfendur hafi hlegið mikið á æfingu í gær. „Benedikt mætti á æfingu í gær til þess að undirbúa sig.“ Þau hjónin eru bæði leikarar og leikstjórar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Benedikt og Charlotte vinna saman, en Charlotte lék í kvikmyndinni Hross í oss, sem Benedikt leikstýrði. Í Everest leikur Charlotte danska konu sem heitir Lene Gammelgaard. „Hún var fyrsta skandinavíska konan sem komst upp á Everest.“ Leikritið Svanir skilja ekki verður frumsýnt 28. febrúar í Þjóðleikhúsinu. „Ég verð í tökum í sjö vikur í Róm, London og í Ölpunum, en ég flýg heim til að vera viðstödd frumsýninguna á Svönum skilja ekki.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Til þess að ég komist út til að leika í kvikmyndinni Everest leggur eiginmaður minn mér lið og stekkur inn í leikstjórnina í minn stað á Svönum skilja ekki í Þjóðleikhúsinu,“ segir Charlotte Bøving. „Benedikt Erlingsson, maðurinn minn, kemur mér til aðstoðar og heldur utan um allra síðustu æfingarnar á æfingaferlinu. Hann verður eins konar aðstoðarleikstjóri í þessari sýningu,“ segir Charlotte. Þessar óvenjulegu aðstæður komu upp vegna þess að Charlotte bauðst hlutverk í stórmyndinni Everest eftir Baltasar Kormák. „Tökur hefjast áður en æfingum lýkur á verkinu Svanir skilja ekki.“ Charlotte kemur samt sem áður ekki til með að sleppa alveg hendinni af Svönum sem skilja ekki. „Þetta er frábært verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur,“ segir hún. Charlotte ætlar að fylgjast vel með gangi mála á Skype, og sjá til þess að eiginmaðurinn haldi rétt á spöðunum síðustu tvær vikurnar í æfingaferlinu. „Þetta verður skemmtilegt hjónasamstarf á milli okkar, sem er afar viðeigandi, því að leikrit Auðar Övu fjallar um hjónabandið,“ segir Charlotte. Æfingar eru komnar vel af stað, og Charlotte segir að prufuáhorfendur hafi hlegið mikið á æfingu í gær. „Benedikt mætti á æfingu í gær til þess að undirbúa sig.“ Þau hjónin eru bæði leikarar og leikstjórar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Benedikt og Charlotte vinna saman, en Charlotte lék í kvikmyndinni Hross í oss, sem Benedikt leikstýrði. Í Everest leikur Charlotte danska konu sem heitir Lene Gammelgaard. „Hún var fyrsta skandinavíska konan sem komst upp á Everest.“ Leikritið Svanir skilja ekki verður frumsýnt 28. febrúar í Þjóðleikhúsinu. „Ég verð í tökum í sjö vikur í Róm, London og í Ölpunum, en ég flýg heim til að vera viðstödd frumsýninguna á Svönum skilja ekki.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira