Innlent

Vilja áfram hagstætt samstarf við Mýflug

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri þar til fyrir einu og hálfu ári hafði aðra sögu að segja í  Fréttablaðinu 7. janúar síðastliðinn en eftirmaðurinn sem kveður samstarf við Mýflug farsælt.
Læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri þar til fyrir einu og hálfu ári hafði aðra sögu að segja í Fréttablaðinu 7. janúar síðastliðinn en eftirmaðurinn sem kveður samstarf við Mýflug farsælt.
Bæði forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og forsvarsmaður sjúkraflugs á Sjúkrahúsinu á Akureyri vilja að samningur við Mýflug um sjúkraflug verði framlengdur.

Heilbrigðisráðuneytið hefur á liðnum mánuðum skoðað hvort framlengja eigi sjúkraflugssamninginn við Mýflug, sem rann út um áramótin, aðeins til eins árs eins og hefur verið ákveðið eða til fjögurra ára eins og samningurinn gefur líka færi á.

Langt og farsælt samstarf

Í umsögn sem ráðuneytið óskaði eftir frá Sigurði E. Sigðurðssyni, framkvæmdastjóra lækninga- og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir hann að þau sem standi læknavaktina við sjúkraflugið á sjúkrahúsinu hafi átt langt og farsælt samstarf við Mýflug.

„Ég get ekki séð ástæðu til að raska mjög vel starfhæfu fyrirkomulagi með nýju útboði ef fyrir liggur sá möguleiki að framlengja núverandi samning,“ segir Sigurður í svari til ráðuneytisins 20. desember síðastliðinn.

Steingrímur Ari Arason Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Hagstæður samningur

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), sem í raun er samningsaðili fyrir ríkið gagnvart Mýflugi, tók í sama streng daginn áður. „Er það mat stofnunarinnar að núgildandi samningur hafi verið og sé ríkissjóði hagstæður,“ segir svari Steingríms.

Daginn sem Fréttablaðið greindi frá því að aðstandendur sjúkraflutningamann sem lést í flugslysinu í ágúst sendi SÍ ítekrun á tveggja mánaða gömlu bréfi til flugsviðs Samgöngustofu. Upphaflega bréfið var sent eftir að Rannsóknarnefnd samönguslysa hafði gefið út bráðabirgðaskýrslu um brotlendinguna. Vildi SÍ fá álit Samgöngustofu á því hvort ástæða sværi til að endurskoða samninginn um sjúkraflugi með „tilliti til öryggisþátta“ hjá Mýflugi.

Sjúkraflugvél Mýflugs á Akureyrarflugvelli.
Mýflug með gild leyfi

Flugsviðið svaraði ítrekununni samdægurs og sagði Mýflug hafa gilt flugrekstrarleyfi og sérstakt leyfi að auki til sjúkraflutninga.

„Á árinu 2013 var eftirlit með starfsemi félagsins með reglubundnum hætti og í kjölfar slyssins á Akureyri var staða félagsins skoðuð sérstaklega. Ekki hefur verið talin ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana í kjölfarið,“ segir í svarbréfi Einars Arnar Héðinssonar, framkvæmdastjóra flugsviðs Samgöngustofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×