Sport

Erna verður fánaberi í dag

Erna Friðriksdóttir.
Erna Friðriksdóttir. mynd/aðsend
Opnunarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðra fer fram í kvöld í Sotsjí. Hátíðin hefst klukkan 20:00 að staðartíma eða klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður sýnt frá hátíðinni í beinni útsendingu hjá RÚV.

Erna Friðriksdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld. Þetta er í annað sinn sem Erna tekur þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hún keppti einnig fyrir Íslands hönd í Vancouver 2010 og var þá eini keppandinn og fánaberi.

Í gærkvöldi lauk mótttökuathöfnum í Fjallaþorpinu og voru heimamenn í Rússlandi síðastir á dagskrá.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsótti þorpið og ávarpaði rússnesku keppendurna og gaf sér tíma til þess að óska sínu fólki persónulega góðs gengis þrátt fyrir að mörg heimsins spjót beindust að honum þessi dægrin.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.