Rekur olnbogann í félaga sinn
Eins og myndirnar sýna leggst Heiðar á gólfið trylltur af gleði og Haraldur faðmar félaga sinn í gleðikasti. Svo óheppilega vill til að Haraldur rekur olnbogann óvart í andlitið á Heiðari sem fer fyrir vikið úr kjálkalið.
Sjúkraliðarnir mættir
Sjúkraliðar koma hlaupandi að því neðri kjálki Heiðars situr fastur og það í fyrsta skipti. Mönnum stendur ekki á sama, sem er skiljanlegt, því söngvarinn er í sjálfheldu pikkfastur með galopinn munninn en blessunarlega smellur kjálkinn aftur í liðinn og Heiðar nær að loka munninum og fagnar með félögum sínum á milli þess sem hann tyggur viðeigandi verkjalyf.




