Innlent

Karl Steinar til Europol

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Karl Steinar tekur við þann 1. júlí.
Karl Steinar tekur við þann 1. júlí. vísir/anton
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn mun taka við starfi tengifulltrúa Íslands hjá Europol. Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur gegnt starfi tengifulltrúa undanfarin ár en Karl Steinar tekur við þann 1. júlí.

Á vef lögreglunnar segir að samstarf Íslands og Europol á sviði löggæslu og öryggismála hafi verið á mörgum sviðum og hafi það haft mikla þýðingu í tengslum við lögreglurannsóknir sem teygt hafa anga sína til annarra landa. Þá hafi sérfræðingar á vegum Europol komið hingað til lands og aðstoðað í tengslum við rannsóknir sakamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×