„Það er ekki til aðgerð sem tryggir mikla ánægju hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/gva „Það væri kannski áhugavert að greina það frekar hvers vegna sumir eru óánægðir og velta því upp hversu mikið er nóg,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilanna í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð. „Þetta er almenn aðgerð og gagnast hún upp undir 100 þúsund heimilum í landinu. Hún er miðuð að verðtryggðum lánum, skjótvirk og mjög árangursrík. Við teljum að aðgerðin verði komin í framkvæmd að fullu síðar á þessu ári.“Gríðarlega vel heppnuð aðgerð Bjarni segist búast við því að í september verði komin niðurstaða eftir umsóknir landsmanna. „Ég tel að þetta sé gríðarlega vel heppnuð aðgerð, hún bætist ofan á það sem áður var gert og hún spilar saman með séreignarsparnaðraleiðinni. Með þessum tveimur leiðum saman þá trúum við því að skuldir heimilanna vegna íbúðarskulda geti lækkað um allt að 150 milljarða.“ Fjármálaráðherra segir það vera gríðarlega umskipti í afkomu og stöðu íslenskra heimila. „Það næst á þessu ári að slá greiðslubyrðina niður sem nemur því að skuldirnar hafi lækkað um 150 milljarða. Við munum borga upp séreignarsparnaðarhlutann á næstu þremur árum og á fjórum árum hvað varðar niðurfærsluna. Áhrifin koma fram strax.“ Bjarni segist vera mjög ánægður með þessa aðgerð en skilur vel að það séu kannski ekki allir eins sáttir. „Það er ekki til aðgerð sem tryggir mikla ánægju hjá öllum en það eru mjög margir sáttir og mun aðgerðin breyta miklu hjá mörgum. Hjá dæmigerðu heimili geta lánin lækkað um allt að tuttugu prósent, bara vegna þessara aðgerðar.“Kannski hægt að borga niður allar skuldir allra á Íslandi Aðspurður hvort skapast hefði meiri sátt ef aðgerðin hefði tekið utan um tekjulægstu hópana og þá sem eru í leiguhúsnæði svaraði Bjarni; „Ef við hefðum farið þá leið að draga ekki frá þá aðstoð sem hefur verið veitt undanfarin ár í 110% leiðinni og í öðrum úrræðum sem stjórnvöld hafa staðið fyrir, þá hefði það sem við teljum að sé til skiptanna hér verið smurt þunnar yfir og fólk hefði fundið minna fyrir aðgerðinni, sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa fengið hjálparhönd til þessa. Til dæmis hjá fólki sem skuldaði 108% í sínum eignum og átti ekki rétt á 110% leiðréttingu en sat uppi með verulega þrengda stöðu eftir verðbólguskotið.“ Bjarni segir að vissulega sé hægt að gera meira fyrir meiri fjármuni endalaust og sagði hann að hægt væri að borga upp allar skuldir allra heimila á Íslandi en honum hugnaðist ekki sú leið.Mikið jafnvægi í þessari aðgerð „Ég tel að það sé mjög gott jafnvægi í þessari aðgerð, hún hefur þann kost að séreignarsparnaðraleiðin hvetur til sparnaðar sem vegar upp á móti niðurfærslunni, sem dempar áhrifin á verðbólguna og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Það skiptir t.d. venjulega fjölskyldu máli að ráðstöfunartekjurnar aukist um tuttugu til þrjátíu þúsund á mánuði og það verða mjög mörg slík dæmi. Það þýðir upp undir 250- 300 þúsund krónur á ári og hvern munar ekki um það.“ Bjarni var því næst spurður hvort aðgerðin gæti því stuðlað að verðbólgu með aukinni neyslu íslenskra heimila. „Við höfum fengið álit frá Seðlabanka Íslands og áhrifin á verðlagið eiga að vera minniháttar vegna þessara aðgerða. Það er ekki verið að spá stóru verðbólguskoti, auðvitað verður spennan í hagkerfinu örlítið meiri en þetta er ekki að valda mér neinum áhyggjum og sef alveg rólegur. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
„Það væri kannski áhugavert að greina það frekar hvers vegna sumir eru óánægðir og velta því upp hversu mikið er nóg,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilanna í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð. „Þetta er almenn aðgerð og gagnast hún upp undir 100 þúsund heimilum í landinu. Hún er miðuð að verðtryggðum lánum, skjótvirk og mjög árangursrík. Við teljum að aðgerðin verði komin í framkvæmd að fullu síðar á þessu ári.“Gríðarlega vel heppnuð aðgerð Bjarni segist búast við því að í september verði komin niðurstaða eftir umsóknir landsmanna. „Ég tel að þetta sé gríðarlega vel heppnuð aðgerð, hún bætist ofan á það sem áður var gert og hún spilar saman með séreignarsparnaðraleiðinni. Með þessum tveimur leiðum saman þá trúum við því að skuldir heimilanna vegna íbúðarskulda geti lækkað um allt að 150 milljarða.“ Fjármálaráðherra segir það vera gríðarlega umskipti í afkomu og stöðu íslenskra heimila. „Það næst á þessu ári að slá greiðslubyrðina niður sem nemur því að skuldirnar hafi lækkað um 150 milljarða. Við munum borga upp séreignarsparnaðarhlutann á næstu þremur árum og á fjórum árum hvað varðar niðurfærsluna. Áhrifin koma fram strax.“ Bjarni segist vera mjög ánægður með þessa aðgerð en skilur vel að það séu kannski ekki allir eins sáttir. „Það er ekki til aðgerð sem tryggir mikla ánægju hjá öllum en það eru mjög margir sáttir og mun aðgerðin breyta miklu hjá mörgum. Hjá dæmigerðu heimili geta lánin lækkað um allt að tuttugu prósent, bara vegna þessara aðgerðar.“Kannski hægt að borga niður allar skuldir allra á Íslandi Aðspurður hvort skapast hefði meiri sátt ef aðgerðin hefði tekið utan um tekjulægstu hópana og þá sem eru í leiguhúsnæði svaraði Bjarni; „Ef við hefðum farið þá leið að draga ekki frá þá aðstoð sem hefur verið veitt undanfarin ár í 110% leiðinni og í öðrum úrræðum sem stjórnvöld hafa staðið fyrir, þá hefði það sem við teljum að sé til skiptanna hér verið smurt þunnar yfir og fólk hefði fundið minna fyrir aðgerðinni, sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa fengið hjálparhönd til þessa. Til dæmis hjá fólki sem skuldaði 108% í sínum eignum og átti ekki rétt á 110% leiðréttingu en sat uppi með verulega þrengda stöðu eftir verðbólguskotið.“ Bjarni segir að vissulega sé hægt að gera meira fyrir meiri fjármuni endalaust og sagði hann að hægt væri að borga upp allar skuldir allra heimila á Íslandi en honum hugnaðist ekki sú leið.Mikið jafnvægi í þessari aðgerð „Ég tel að það sé mjög gott jafnvægi í þessari aðgerð, hún hefur þann kost að séreignarsparnaðraleiðin hvetur til sparnaðar sem vegar upp á móti niðurfærslunni, sem dempar áhrifin á verðbólguna og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Það skiptir t.d. venjulega fjölskyldu máli að ráðstöfunartekjurnar aukist um tuttugu til þrjátíu þúsund á mánuði og það verða mjög mörg slík dæmi. Það þýðir upp undir 250- 300 þúsund krónur á ári og hvern munar ekki um það.“ Bjarni var því næst spurður hvort aðgerðin gæti því stuðlað að verðbólgu með aukinni neyslu íslenskra heimila. „Við höfum fengið álit frá Seðlabanka Íslands og áhrifin á verðlagið eiga að vera minniháttar vegna þessara aðgerða. Það er ekki verið að spá stóru verðbólguskoti, auðvitað verður spennan í hagkerfinu örlítið meiri en þetta er ekki að valda mér neinum áhyggjum og sef alveg rólegur.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent