Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Ari Erlingsson skrifar 23. júní 2014 13:23 Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH. Vísir/Daníel FH-ingar tylltu sé á ný á topp Pepsi-deildar karla með 4-0 sigri á Frömurum í Laugardalnum. Kristján Gauti Emilsson 21 árs framherji í liði FH var allt í öllu í spili liðsins og átti hann þátt í þrem mörkum leiksins af fjörum. Tvö mörk og ein stoðsending. FH-ingar settu tóninn snemma í Laugardalnum og skoraði Kristján Gauti mark strax á sjöundu mínútu leiksins frá markteig eftir skemmtilegt samspil við Atla Viðar. FH-ingar gjörsmlega keyrðu yfir heimamenn á fyrstu 20 mínútum leiksins og voru Framarar ansi hreint værukærir í byrjun leiks. Framarar tóku loks við sér undir lok fyrri hálfleiks og í raun var það þeirra skársti kafli þeirra í leiknum. Alexander Már gerði sig líklegan í nokkur skipti en náði ekki að klára sín færi. Staðan 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Sanngjörn staða. FH-ingar bættu allhressilega í þegar seinni hálfleikurinn hófst. Viktor Bjarki fór meiddur út af í hálfleik og það gerði stöðu Framliðsins enn verri. Kristján Gauti kláraði í raun leikinn strax eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik, þá snéri hann á Einar Bjarna og komst upp að endamörkum og aðþrengdur náði hann skoti á nærstöngina sem Ögmundur varði inn. 0-2 og staðan orðin virkilega erfið fyrir heimamenn. Tíu mínútum síðar á 58. mínútu gerði Atli Viðar endanlega út um leikinn. Nafni hans Guðnason fékk þá boltann við vítateigsbogann vinstra meginn, átti lúmsk bogaskot sem Ögmundur varði klaufalega beint út í teiginn og þar var Atli Viðar Björnsson mættur eins og gammur og kláraði auðveldlega af stuttu færi. Það sem eftir lifði leiks einkenndist leikurinn af yfirburðum FH-inga. Þeir spiluðu oft á tíðum vel á milli sín á meðan Framarar eltu og spörkuðu boltanum oft fram í algjörri örvæntingu. Loks náðu FH-ingar svo fjórða markinu á 87. mínútu þegar Kristján Gauti komst upp að endamörkum vinstra megin þar sem hann skaut að marki og með viðkomu í Tryggva Bjarnasyni fór boltinn í netið. Lokastaðan 0-4 sigur FH-inga sem var síst of stór. Það er margt jákvætt sem FH-ingar geta tekið úr leiknum. Sóknarleikur þeirra leit mjög vel út og Heimir Guðjónsson þjálfari ætti geta glaðst yfir því að markastíflan í sóknarleiknum virðist loksins brostin. Kristján Gauti var frábær og það var gaman að sjá hversu vel hann vann með varnamenn í bakinu. Margsinnis snéri hann á þá með einni snertingu og litu miðverðir Framara oft á tíðum illa út. Hewson og Davíð Þór voru óþreytandi á miðjunni og Atli og Ólafur Páll sífellt ógnandi á köntunum. Lítið var um jákvæða hluti hjá Frömurum og eflaust hafði það mikið að segja að þrír leikmenn voru í leikbanni auk þess sem Jóhannes Karl var meiddur. Slík blóðtaka er of mikil fyrir lið eins og Fram. FH-ingar tóku öll völd á miðjunni strax í byrjun leiks og oft á tíðum var það átakanlegt að horfa upp á miðjumenn Fram sparka boltanum eitthvað út í buskann í stað þess að reyna að byggja upp spil. Líklegast var þetta versti leikur Framara í sumar og margt og mikið hægt að bæta.Kristján Gauti: Veit ekki hvað breyttist í dag Kristján Gauti Emilsson maður leiksins hjá Vísi var sáttur með leik sinna manna og sérstaklega var hann ánægður með að liðið virðist vera byrjað að skora mörk í hrönnum. „Við erum gríðarlega sáttir með okkur leik og við náðum að gera það sem við ætluðum að gera gegn Þór, að klára leikinn almennilega og í stað þess að slaka á eins og við gerðum gegn Þór mættum við klárir til leiks í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki alveg hvað breyttist í dag en loksins náðum við að setja mörg mörk á andstæðinginn. Það hefur kannski hingað til vantað aðeins meiri áræðini hjá okkur fram á við en það gerðist eitthvað í dag. Ég er sáttur með mína frammistöðu en auðvitað er ég ánægðastur bara með stigin þrjú,“ sagði hann eftir leik. Aðspurður um persónuleg markmið í sumar og hvort hann stefni aftur út hafði Kristján þetta að segja. „Ég hef verið að skora mörk og þótt það hafi ekki gengið vel í fyrra þá vissi ég alveg að ég gæti skorað og búið til mörk. Ég ætla bara að halda því áfram og nú einbeiti ég mér bara að FH enda stendur mér ekkert til boða að fara til útlanda núna.“Bjarni: Sýndu styrk sinn og refsuðu Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara var skiljanlega ósáttur með frammistöðu sinna manna og úrslit leiksins. „Við söknuðum auðvitað mannanna sem voru í banni og meiddir en það á ekki að vera nein afsökun. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur af okkar hálfu en í seinni hálfleik sýndu þeir styrk sinn og refsa okkur við hvert tækifær,“ sagði Bjarni. Aðspurðu hvort varnarleikurinn sé áhyggjuefni sagði Bjarni: „Það er ekki gott að fá á sig fjörgur mörk en við vorum bara að spila gegn feikilega sterku liði. Varnarleikurinn er vissulega eitthvað sem við þurfum að vinna í. “ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
FH-ingar tylltu sé á ný á topp Pepsi-deildar karla með 4-0 sigri á Frömurum í Laugardalnum. Kristján Gauti Emilsson 21 árs framherji í liði FH var allt í öllu í spili liðsins og átti hann þátt í þrem mörkum leiksins af fjörum. Tvö mörk og ein stoðsending. FH-ingar settu tóninn snemma í Laugardalnum og skoraði Kristján Gauti mark strax á sjöundu mínútu leiksins frá markteig eftir skemmtilegt samspil við Atla Viðar. FH-ingar gjörsmlega keyrðu yfir heimamenn á fyrstu 20 mínútum leiksins og voru Framarar ansi hreint værukærir í byrjun leiks. Framarar tóku loks við sér undir lok fyrri hálfleiks og í raun var það þeirra skársti kafli þeirra í leiknum. Alexander Már gerði sig líklegan í nokkur skipti en náði ekki að klára sín færi. Staðan 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Sanngjörn staða. FH-ingar bættu allhressilega í þegar seinni hálfleikurinn hófst. Viktor Bjarki fór meiddur út af í hálfleik og það gerði stöðu Framliðsins enn verri. Kristján Gauti kláraði í raun leikinn strax eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik, þá snéri hann á Einar Bjarna og komst upp að endamörkum og aðþrengdur náði hann skoti á nærstöngina sem Ögmundur varði inn. 0-2 og staðan orðin virkilega erfið fyrir heimamenn. Tíu mínútum síðar á 58. mínútu gerði Atli Viðar endanlega út um leikinn. Nafni hans Guðnason fékk þá boltann við vítateigsbogann vinstra meginn, átti lúmsk bogaskot sem Ögmundur varði klaufalega beint út í teiginn og þar var Atli Viðar Björnsson mættur eins og gammur og kláraði auðveldlega af stuttu færi. Það sem eftir lifði leiks einkenndist leikurinn af yfirburðum FH-inga. Þeir spiluðu oft á tíðum vel á milli sín á meðan Framarar eltu og spörkuðu boltanum oft fram í algjörri örvæntingu. Loks náðu FH-ingar svo fjórða markinu á 87. mínútu þegar Kristján Gauti komst upp að endamörkum vinstra megin þar sem hann skaut að marki og með viðkomu í Tryggva Bjarnasyni fór boltinn í netið. Lokastaðan 0-4 sigur FH-inga sem var síst of stór. Það er margt jákvætt sem FH-ingar geta tekið úr leiknum. Sóknarleikur þeirra leit mjög vel út og Heimir Guðjónsson þjálfari ætti geta glaðst yfir því að markastíflan í sóknarleiknum virðist loksins brostin. Kristján Gauti var frábær og það var gaman að sjá hversu vel hann vann með varnamenn í bakinu. Margsinnis snéri hann á þá með einni snertingu og litu miðverðir Framara oft á tíðum illa út. Hewson og Davíð Þór voru óþreytandi á miðjunni og Atli og Ólafur Páll sífellt ógnandi á köntunum. Lítið var um jákvæða hluti hjá Frömurum og eflaust hafði það mikið að segja að þrír leikmenn voru í leikbanni auk þess sem Jóhannes Karl var meiddur. Slík blóðtaka er of mikil fyrir lið eins og Fram. FH-ingar tóku öll völd á miðjunni strax í byrjun leiks og oft á tíðum var það átakanlegt að horfa upp á miðjumenn Fram sparka boltanum eitthvað út í buskann í stað þess að reyna að byggja upp spil. Líklegast var þetta versti leikur Framara í sumar og margt og mikið hægt að bæta.Kristján Gauti: Veit ekki hvað breyttist í dag Kristján Gauti Emilsson maður leiksins hjá Vísi var sáttur með leik sinna manna og sérstaklega var hann ánægður með að liðið virðist vera byrjað að skora mörk í hrönnum. „Við erum gríðarlega sáttir með okkur leik og við náðum að gera það sem við ætluðum að gera gegn Þór, að klára leikinn almennilega og í stað þess að slaka á eins og við gerðum gegn Þór mættum við klárir til leiks í seinni hálfleikinn. Ég veit ekki alveg hvað breyttist í dag en loksins náðum við að setja mörg mörk á andstæðinginn. Það hefur kannski hingað til vantað aðeins meiri áræðini hjá okkur fram á við en það gerðist eitthvað í dag. Ég er sáttur með mína frammistöðu en auðvitað er ég ánægðastur bara með stigin þrjú,“ sagði hann eftir leik. Aðspurður um persónuleg markmið í sumar og hvort hann stefni aftur út hafði Kristján þetta að segja. „Ég hef verið að skora mörk og þótt það hafi ekki gengið vel í fyrra þá vissi ég alveg að ég gæti skorað og búið til mörk. Ég ætla bara að halda því áfram og nú einbeiti ég mér bara að FH enda stendur mér ekkert til boða að fara til útlanda núna.“Bjarni: Sýndu styrk sinn og refsuðu Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara var skiljanlega ósáttur með frammistöðu sinna manna og úrslit leiksins. „Við söknuðum auðvitað mannanna sem voru í banni og meiddir en það á ekki að vera nein afsökun. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur af okkar hálfu en í seinni hálfleik sýndu þeir styrk sinn og refsa okkur við hvert tækifær,“ sagði Bjarni. Aðspurðu hvort varnarleikurinn sé áhyggjuefni sagði Bjarni: „Það er ekki gott að fá á sig fjörgur mörk en við vorum bara að spila gegn feikilega sterku liði. Varnarleikurinn er vissulega eitthvað sem við þurfum að vinna í. “
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira