Erlent

Ebóla vírusinn enn að breiðast út í Vestur-Afríku

Vísir/Unicef
Margaret Chan, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir að ebóla vírusinn sé enn að breiðast út í vestur Afríku með svo miklum hraða að ekki hafi tekist að hemja hann.

Hún segir að ástandið hafi vissulega lagast á sumum þeirra svæða sem hafi orðið verst úti hingað til en hún varar við að fólk láti glepjast af því og haldi að björninn sé unnin.

Chan bætti því við að alþjóðasamfélagið hafi verið allt of lengi að bregðast við faraldrinum sem nú hefur dregið rúmlega sexþúsund manns til dauða og smitað um átján þúsund. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.