Lúxusvandamál að ráða ekki við álagið Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 14:31 Jón Steindór Valdimarsson VISIR/STEFAN/THJOD.is „Við erum bara í standandi vandræðum með þetta. Tölvukallarnir okkar segja að þetta sé fjölsóttasta vefsíða landsins um þessar mundir og við vorum einfaldlega ekki undir þetta álag búin,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já, Ísland í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá í dag standa nú yfir tvær undirskriftasafnanir gegn því að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Önnur þeirra, „Já, ég vil klára“ sem er á vegum samtakana Já, Ísland virðist ekki ráða við þá miklu umferð sem fer um síðuna. Jón Steindór segir að tæknimenn séu að vinna í að leysa úr tækniflækjunum og liður í því hafi meðal annars verið að taka sjálfvirka teljarann, sem kveður á um hvað margir hafa skráð sig til þessa, úr sambandi. Enn sé þó hægt að skrá sig. Aðspurður um hvernig þeir hjá samtökunum hafi hugsað sér að takast á við þetta „lúxusvandamál“ segir Jón Steindór að fátt sé ákveðið í þeim efnum. „Við höfum velt fyrir okkur möguleikanum að birta fjöldann á hálftíma fresti en það hefur ekki verið ákveðið að svo stöddu. Fyrsta mál á dagskrá er þó að flykkjast á Austurvöll núna á eftir klukkan 15,“ en þar vísar Jón Steindór til mótmælanna sem hefjast gegn fyrrgreindri afturköllun. „Nú þurfum við bara að nýta þann tíma sem við höfum til stefnu til að koma vitinu fyrir ráðamenn,“ segir Jón Steindór vígreifur. Tengdar fréttir Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú 24. febrúar 2014 13:04 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Við erum bara í standandi vandræðum með þetta. Tölvukallarnir okkar segja að þetta sé fjölsóttasta vefsíða landsins um þessar mundir og við vorum einfaldlega ekki undir þetta álag búin,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já, Ísland í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá í dag standa nú yfir tvær undirskriftasafnanir gegn því að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Önnur þeirra, „Já, ég vil klára“ sem er á vegum samtakana Já, Ísland virðist ekki ráða við þá miklu umferð sem fer um síðuna. Jón Steindór segir að tæknimenn séu að vinna í að leysa úr tækniflækjunum og liður í því hafi meðal annars verið að taka sjálfvirka teljarann, sem kveður á um hvað margir hafa skráð sig til þessa, úr sambandi. Enn sé þó hægt að skrá sig. Aðspurður um hvernig þeir hjá samtökunum hafi hugsað sér að takast á við þetta „lúxusvandamál“ segir Jón Steindór að fátt sé ákveðið í þeim efnum. „Við höfum velt fyrir okkur möguleikanum að birta fjöldann á hálftíma fresti en það hefur ekki verið ákveðið að svo stöddu. Fyrsta mál á dagskrá er þó að flykkjast á Austurvöll núna á eftir klukkan 15,“ en þar vísar Jón Steindór til mótmælanna sem hefjast gegn fyrrgreindri afturköllun. „Nú þurfum við bara að nýta þann tíma sem við höfum til stefnu til að koma vitinu fyrir ráðamenn,“ segir Jón Steindór vígreifur.
Tengdar fréttir Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú 24. febrúar 2014 13:04 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú 24. febrúar 2014 13:04
Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28