Svona lítur Ísland út í söguheimi Halo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. október 2014 19:50 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians. VÍSIR/343 Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan. Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira