Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Þór 1-1 | Þór nældi í stig í Kaplakrika Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 15. júní 2014 00:01 Ólafur Páll Snorrason, leikmaður FH. Vísir/Valli Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. Liðin eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. FH situr á toppi Pepsi-deildarinnar á meðan Þórsliðið er í ellefta sæti. FH stýrði leiknum frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir snemma leiks. Kristján Gauti Emilsson var þá einn á auðum sjó á fjærstöng og skallaði fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar í autt netið. FH fékk fjöldan allra færa til að bæta við í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið. Yfirburðir FH héldu áfram í upphafi seinni hálfleiks en næsta mark kom þvert á gang leiksins.Jóhann Helgi Hannesson komst inn í slaka sendingu Sam Hewson, lék á Pétur Viðarsson og Róbert Örn Óskarsson og renndi boltanum í autt netið. Köld vatnsgusa í andlit leikmanna FH sem höfðu engin færi gefið á sér fram að því. Seinasta hálftíma leiksins var meira jafnræði í leiknum en færin féllu fyrir gestina að norðan. Besta færið féll fyrir fætur Sveins Elíasar Jónssonar á lokasekúndum leiksins þegar hann slapp einn í gegn en renndi boltanum framhjá markinu. Jafntefli staðreynd að lokum og geta bæði liðin verið ósátt með að taka ekki stigin þrjú. FH-ingar áttu að vera löngu búnir að gera út um leikinn og gagnrýndi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hugsunarhátt leikmanna liðsins í viðtölum eftir leikinn. Þórsarar geta verið sáttir með stig en hefðu auðveldlega tekið stigin þrjú norður. Spilamennskan var slök framan af en eftir jöfnunarmarkið fengu norðanmenn góð færi til þess að bæta við en náðu ekki að nýta þau. Heimir: Spilamennskan angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi„Ég er mjög óánægður með þetta, við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtölum eftir leikinn. „Spilamennskan í fyrri hálfleik var ágæt. Við létum boltann ganga og náðum að opna þá, skapa okkur færi og skora eitt mark.“ Heimir var óánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur var ekki góður, við höfðum engan áhuga á að spila hann. Þórsarar ná að skora mark og eftir það voru þeir sterkari aðilinn. Spilamennskan í FH liðinu angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi.“ Erfiðleikar FH-inga fyrir framan markið héldu áfram í dag en liðið hefur skorað tíu mörk í átta leikjum. „Ég hef engar áhyggjur af því, við sköpuðum aragrúa af færum í fyrri hálfleik. Það sem ég hef áhyggjur af er að í velgengni þá þarf að halda haus og við gerðum það ekki." „Að vera 1-0 yfir er aldrei örugg staða. Við þurfum að fara að hugsa að þegar eru möguleikar á því að skora nokkur mörk að gera það. Það var til staðar í fyrri hálfleik en við nýttum það ekki,“ sagði Heimir. Jóhann Helgi: Það er hægt að byggja á þessu„Ég er ósáttur með að hafa ekki unnið þetta undir lokin,“ sagði Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs eftir leikinn. „Við erum ekki að klára færin okkar í dag, við hefðum hæglega getað unnið þennan leik. Svenni var óheppinn að ná ekki að setja hann hérna undir lokin.“ FH stýrði leiknum í dag en Þórsliðið góð færi til þess að stela stigunum þremur. „Við lögðum upp með að liggja aftur og reyna að sækja hratt á þá. Eftir að við jöfnum leikinn þurfa þeir að koma ofar til þess að sækja stigin og þá opnast fyrir okkur.“ „Við ætluðum að halda hreinu og þá hefðu þurft að koma framar til þess að sækja stigin. Það tókst fyrir utan að við fáum á okkur eitt mark. Við viljum sitja til baka og sækja hratt.“ Jóhann sá marga jákvæða punkta. „Við erum búnir að fá á okkur allt of mikið af mörkum. Að fá bara eitt mark á sig gegn FH í Kaplakrika er ekki það sem við viljum en við getum ekki kvartað. Það er hægt að byggja á þessu,“ sagði Jóhann. Kristján Gauti: Vantaði að klára færin„Við verðum að læra að klára leikina betur,“ sagði Kristján Gauti Emilsson, leikmaður FH, hundsvekktur eftir leikinn. „Þeir voru ekki búnir að skapa sér nein færi þegar jöfnunarmarkið kom en við verðum bara að læra af þessu,“ Kristján Gauti átti góðan leik í liði FH í fremstu víglínu. „Við spilum eftir okkar plani. Við reynum að spila upp kantana og það virkaði vel í leiknum. Það vantaði bara að klára fleiri færi.“ Þór skoraði með fyrsta skoti sínu í leiknum. „Við getum aðeins sjálfum okkur kennt að hafa ekki klárað leikinn fyrr. Það er aldrei öruggt að vera með 1-0 forskot og við hefðum þurft að bæta við,“ sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Þór nældi í stig gegn FH í Kaplakrika í dag í fjörugum leik. FH stýrði leiknum fyrsta klukkutíma leiksins en eftir jöfnunarmark Þórs gátu bæði liðin stolið sigrinum. Liðin eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. FH situr á toppi Pepsi-deildarinnar á meðan Þórsliðið er í ellefta sæti. FH stýrði leiknum frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir snemma leiks. Kristján Gauti Emilsson var þá einn á auðum sjó á fjærstöng og skallaði fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar í autt netið. FH fékk fjöldan allra færa til að bæta við í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið. Yfirburðir FH héldu áfram í upphafi seinni hálfleiks en næsta mark kom þvert á gang leiksins.Jóhann Helgi Hannesson komst inn í slaka sendingu Sam Hewson, lék á Pétur Viðarsson og Róbert Örn Óskarsson og renndi boltanum í autt netið. Köld vatnsgusa í andlit leikmanna FH sem höfðu engin færi gefið á sér fram að því. Seinasta hálftíma leiksins var meira jafnræði í leiknum en færin féllu fyrir gestina að norðan. Besta færið féll fyrir fætur Sveins Elíasar Jónssonar á lokasekúndum leiksins þegar hann slapp einn í gegn en renndi boltanum framhjá markinu. Jafntefli staðreynd að lokum og geta bæði liðin verið ósátt með að taka ekki stigin þrjú. FH-ingar áttu að vera löngu búnir að gera út um leikinn og gagnrýndi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hugsunarhátt leikmanna liðsins í viðtölum eftir leikinn. Þórsarar geta verið sáttir með stig en hefðu auðveldlega tekið stigin þrjú norður. Spilamennskan var slök framan af en eftir jöfnunarmarkið fengu norðanmenn góð færi til þess að bæta við en náðu ekki að nýta þau. Heimir: Spilamennskan angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi„Ég er mjög óánægður með þetta, við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtölum eftir leikinn. „Spilamennskan í fyrri hálfleik var ágæt. Við létum boltann ganga og náðum að opna þá, skapa okkur færi og skora eitt mark.“ Heimir var óánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur var ekki góður, við höfðum engan áhuga á að spila hann. Þórsarar ná að skora mark og eftir það voru þeir sterkari aðilinn. Spilamennskan í FH liðinu angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi.“ Erfiðleikar FH-inga fyrir framan markið héldu áfram í dag en liðið hefur skorað tíu mörk í átta leikjum. „Ég hef engar áhyggjur af því, við sköpuðum aragrúa af færum í fyrri hálfleik. Það sem ég hef áhyggjur af er að í velgengni þá þarf að halda haus og við gerðum það ekki." „Að vera 1-0 yfir er aldrei örugg staða. Við þurfum að fara að hugsa að þegar eru möguleikar á því að skora nokkur mörk að gera það. Það var til staðar í fyrri hálfleik en við nýttum það ekki,“ sagði Heimir. Jóhann Helgi: Það er hægt að byggja á þessu„Ég er ósáttur með að hafa ekki unnið þetta undir lokin,“ sagði Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs eftir leikinn. „Við erum ekki að klára færin okkar í dag, við hefðum hæglega getað unnið þennan leik. Svenni var óheppinn að ná ekki að setja hann hérna undir lokin.“ FH stýrði leiknum í dag en Þórsliðið góð færi til þess að stela stigunum þremur. „Við lögðum upp með að liggja aftur og reyna að sækja hratt á þá. Eftir að við jöfnum leikinn þurfa þeir að koma ofar til þess að sækja stigin og þá opnast fyrir okkur.“ „Við ætluðum að halda hreinu og þá hefðu þurft að koma framar til þess að sækja stigin. Það tókst fyrir utan að við fáum á okkur eitt mark. Við viljum sitja til baka og sækja hratt.“ Jóhann sá marga jákvæða punkta. „Við erum búnir að fá á okkur allt of mikið af mörkum. Að fá bara eitt mark á sig gegn FH í Kaplakrika er ekki það sem við viljum en við getum ekki kvartað. Það er hægt að byggja á þessu,“ sagði Jóhann. Kristján Gauti: Vantaði að klára færin„Við verðum að læra að klára leikina betur,“ sagði Kristján Gauti Emilsson, leikmaður FH, hundsvekktur eftir leikinn. „Þeir voru ekki búnir að skapa sér nein færi þegar jöfnunarmarkið kom en við verðum bara að læra af þessu,“ Kristján Gauti átti góðan leik í liði FH í fremstu víglínu. „Við spilum eftir okkar plani. Við reynum að spila upp kantana og það virkaði vel í leiknum. Það vantaði bara að klára fleiri færi.“ Þór skoraði með fyrsta skoti sínu í leiknum. „Við getum aðeins sjálfum okkur kennt að hafa ekki klárað leikinn fyrr. Það er aldrei öruggt að vera með 1-0 forskot og við hefðum þurft að bæta við,“ sagði Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira