Bjóða upp á ís úr brjóstamjólk mæðra frá Hveragerði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 12:52 Búbís verður á boðstólnum þann 16. ágúst. Vísir/Getty Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar." Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar."
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira