Enski boltinn

Breyttar aðstæður Evra hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrice Evra í leik með United.
Patrice Evra í leik með United. Vísir/Getty
Umboðsmaður Frakkans Patrice Evra hefur gefið til kynna að hann kunni að yfirgefa herbúðir liðsins eftir tímabilið.

Samningur Evra rennur út í sumar og hefur hann verið orðaður við Inter á Ítalíu. „Patrice verður sjálfur að ákveða hvað hann gerir næst,“ sagði umboðsmaðurinn við fjölmiðla á Ítalíu.

„Hann er afar nátengdur United en aðstæður hans hafa breyst aðeins að undanförnu.“

„Patrice hefur alltaf haft mikið álit á ítölsku deildinni og mögulegt að hann fari þangað verði niðurstaðan að hann yfirgefi ensku deildina. En það er of snemmt að ræða næsta tímabil.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×