Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2014 12:00 Ingimundur Níels Óskarsson og Andri Rafn Yeoman í baráttunni í Lengjubikarúrslitaleiknum í Garðabæ á dögunum. Vísir/Daníel Síðasti leikur fyrstu umferðarinnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fer fram í kvöld. Um er að ræða stórleik FH og Breiðabliks en leikir þessara liða hafa oft verið mikil skemmtun. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Kópavogsvelli en heimaleikjum liðanna var víxlað vegna þess að Kaplakrikavöllur er í mjög góðu ástandi á meðan Kópavogsvöllur á enn nokkuð í land eins og margir aðrir vellir á höfuðborgarsvæðinu. Breiðabliki hefur ekki gengið vel með FH síðan liðið kom aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2006 þannig FH-ingar voru kannski ekki óskamótherjinn í fyrstu umferð. Hvað þá að þurfa færa leikinn í Krikann þar sem liðið hefur ekki unnið í efstu deild í 19 ár. Liðin hafa mæst 16 sinnum í deildinni á síðustu átta árum en FH hefur unnið níu leiki liðanna, Breiðablik þrjá og fjórum sinnum hafa þau skilið jöfn. Í Kaplakrika hefur FH unnið fimm leiki af síðustu átta síðan Blikar urðu aftur úrvalsdeildarliðið og þrisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn. Breiðablik vann síðast deildarleik í Kaplakrika þegar liðin mættust í næstefstu deild árið 1998. Atli Kristjánsson og Ívar Sigurjónsson skoruðu þá mörk Breiðabliks í 2-1 sigri en Guðmundur Sævarsson skoraði mark FH. Breiðablik vann FH síðast í Kaplakrika í efstu deild fyrir 19 árum eða sumarið 1995. Ratislav Lazorik fór á kostum fyrir Breiðablik og skoraði þrennu í 4-2 sigri Blikanna 25. júní 1995. Anthony Karl Gregory skoraði fjórða mark Breiðabliks og sjálfur Hörður Magnússon setti bæði fyrir FH. Hörður gegnir nú öðru hlutverki í íslenskri knattspyrnu en hann og félagar hans í Pepsi-mörkunum gera upp fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 22.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.Leikur FH og Breiðabliks er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.00 í kvöld.Leikir FH og Breiðabliks í úrvalsdeild síðan Blikar komu aftur upp:2006: Breiðablik - FH 1-1 FH - Breiðablik 1-12007: FH - Breiðablik 2-1 Breiðablik - FH 4-32008: Breiðablik - FH 4-1 FH - Breiðablik 3-02009: Breiðablik - FH 2-3 FH - Breiðablik 2-12010: Breiðablik - FH 2-0 FH - Breiðablik 1-12011: FH - Breiðablik 4-1 Breiðablik - FH 0-12012: FH - Breiðablik 3-0 Breiðablik - FH 0-12013: Breiðablik - FH 0-1 FH - Breiðablik 0-016 leikir síðan 2006: FH: 9 sigrar Breiðablik: 3 sigrar Jafntefli: 48 leikir í Krikanum: FH: 5 sigrar Breiðablik: 0 sigrar Jafntefli: 3 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásmundur: Fékk rautt fyrir að stíga inn á völlinn Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku eftir tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. 4. maí 2014 21:54 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Valur 1-2 | Valsmenn byrja með látum Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. 4. maí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - ÍBV 1-1 | ÍBV nældi í stig í Dalnum ÍBV sótti eitt stig í Laugardalinn í dag er það mætti fermingardrengjunum í Fram. ÍBV reif sig upp í síðari hálfleik og jafnaði leikinn. 4. maí 2014 00:01 Baldur: Erfitt að spila á móti sólinni Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, segir að það hafi ekki verið neitt sjálfstraust í spili liðsins í kvöld. 4. maí 2014 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 3-0 | Fjölnir vann nýliðaslaginn Fjölnir vann Víking, 3-0, í nýliðaslagnum í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og eru komnir með þrjú stig strax í fyrstu umferð. 4. maí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Þór 3-1 | Hörður með tvö í sigri Hörður Sveinsson var á skotskónum í öruggum sigri Keflavíkur á Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 4. maí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. 4. maí 2014 00:01 Arnþór: Átti að skora fleiri mörk Arnþór Ari Atlason er einn af hinum nýju ungu leikmönnum Fram og átti flottan leik í dag. 4. maí 2014 18:45 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Síðasti leikur fyrstu umferðarinnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fer fram í kvöld. Um er að ræða stórleik FH og Breiðabliks en leikir þessara liða hafa oft verið mikil skemmtun. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Kópavogsvelli en heimaleikjum liðanna var víxlað vegna þess að Kaplakrikavöllur er í mjög góðu ástandi á meðan Kópavogsvöllur á enn nokkuð í land eins og margir aðrir vellir á höfuðborgarsvæðinu. Breiðabliki hefur ekki gengið vel með FH síðan liðið kom aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2006 þannig FH-ingar voru kannski ekki óskamótherjinn í fyrstu umferð. Hvað þá að þurfa færa leikinn í Krikann þar sem liðið hefur ekki unnið í efstu deild í 19 ár. Liðin hafa mæst 16 sinnum í deildinni á síðustu átta árum en FH hefur unnið níu leiki liðanna, Breiðablik þrjá og fjórum sinnum hafa þau skilið jöfn. Í Kaplakrika hefur FH unnið fimm leiki af síðustu átta síðan Blikar urðu aftur úrvalsdeildarliðið og þrisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn. Breiðablik vann síðast deildarleik í Kaplakrika þegar liðin mættust í næstefstu deild árið 1998. Atli Kristjánsson og Ívar Sigurjónsson skoruðu þá mörk Breiðabliks í 2-1 sigri en Guðmundur Sævarsson skoraði mark FH. Breiðablik vann FH síðast í Kaplakrika í efstu deild fyrir 19 árum eða sumarið 1995. Ratislav Lazorik fór á kostum fyrir Breiðablik og skoraði þrennu í 4-2 sigri Blikanna 25. júní 1995. Anthony Karl Gregory skoraði fjórða mark Breiðabliks og sjálfur Hörður Magnússon setti bæði fyrir FH. Hörður gegnir nú öðru hlutverki í íslenskri knattspyrnu en hann og félagar hans í Pepsi-mörkunum gera upp fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 22.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.Leikur FH og Breiðabliks er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.00 í kvöld.Leikir FH og Breiðabliks í úrvalsdeild síðan Blikar komu aftur upp:2006: Breiðablik - FH 1-1 FH - Breiðablik 1-12007: FH - Breiðablik 2-1 Breiðablik - FH 4-32008: Breiðablik - FH 4-1 FH - Breiðablik 3-02009: Breiðablik - FH 2-3 FH - Breiðablik 2-12010: Breiðablik - FH 2-0 FH - Breiðablik 1-12011: FH - Breiðablik 4-1 Breiðablik - FH 0-12012: FH - Breiðablik 3-0 Breiðablik - FH 0-12013: Breiðablik - FH 0-1 FH - Breiðablik 0-016 leikir síðan 2006: FH: 9 sigrar Breiðablik: 3 sigrar Jafntefli: 48 leikir í Krikanum: FH: 5 sigrar Breiðablik: 0 sigrar Jafntefli: 3
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásmundur: Fékk rautt fyrir að stíga inn á völlinn Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku eftir tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. 4. maí 2014 21:54 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Valur 1-2 | Valsmenn byrja með látum Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. 4. maí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - ÍBV 1-1 | ÍBV nældi í stig í Dalnum ÍBV sótti eitt stig í Laugardalinn í dag er það mætti fermingardrengjunum í Fram. ÍBV reif sig upp í síðari hálfleik og jafnaði leikinn. 4. maí 2014 00:01 Baldur: Erfitt að spila á móti sólinni Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, segir að það hafi ekki verið neitt sjálfstraust í spili liðsins í kvöld. 4. maí 2014 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 3-0 | Fjölnir vann nýliðaslaginn Fjölnir vann Víking, 3-0, í nýliðaslagnum í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og eru komnir með þrjú stig strax í fyrstu umferð. 4. maí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Þór 3-1 | Hörður með tvö í sigri Hörður Sveinsson var á skotskónum í öruggum sigri Keflavíkur á Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 4. maí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. 4. maí 2014 00:01 Arnþór: Átti að skora fleiri mörk Arnþór Ari Atlason er einn af hinum nýju ungu leikmönnum Fram og átti flottan leik í dag. 4. maí 2014 18:45 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Ásmundur: Fékk rautt fyrir að stíga inn á völlinn Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku eftir tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. 4. maí 2014 21:54
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Valur 1-2 | Valsmenn byrja með látum Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. 4. maí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - ÍBV 1-1 | ÍBV nældi í stig í Dalnum ÍBV sótti eitt stig í Laugardalinn í dag er það mætti fermingardrengjunum í Fram. ÍBV reif sig upp í síðari hálfleik og jafnaði leikinn. 4. maí 2014 00:01
Baldur: Erfitt að spila á móti sólinni Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, segir að það hafi ekki verið neitt sjálfstraust í spili liðsins í kvöld. 4. maí 2014 22:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 3-0 | Fjölnir vann nýliðaslaginn Fjölnir vann Víking, 3-0, í nýliðaslagnum í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og eru komnir með þrjú stig strax í fyrstu umferð. 4. maí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Þór 3-1 | Hörður með tvö í sigri Hörður Sveinsson var á skotskónum í öruggum sigri Keflavíkur á Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 4. maí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Tæpur Stjörnusigur Stjarnan lagði Fylki 1-0 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á heimavelli í kvöld. Ólafur Karl Finsen var hetja Stjörnunnar þegar hann skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur fimm mínútum fyrir leikslok. 4. maí 2014 00:01
Arnþór: Átti að skora fleiri mörk Arnþór Ari Atlason er einn af hinum nýju ungu leikmönnum Fram og átti flottan leik í dag. 4. maí 2014 18:45