Áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður ekki birt Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2014 13:06 Forsætisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum Íslands að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði birt eða greint frá því hvenær höftin eiga að hverfa. vísir/pjetur/stefán Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira