Lostafullar verur á fögrum felustað Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2014 10:00 Meadow er fyrsta verk Brians sem hann vinnur með Íslenska dansflokknum. Hann segist þó njóta þess enn betur að dansa en að semja eigin verk, enda sé hann fullkomlega í núinu uppi á sviði. vísir/vilhelm Verk Brians Gerke, Meadow, er fyrsta dansverkið sem hann semur einn síns liðs fyrir Íslenska dansflokkinn og verður það frumsýnt í kvöld á sýningunni Emotional. Gleðin var helsti innblástur Brians. „Þegar ég samdi verkið var ég á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti virkilega á því að halda að muna eftir gleðinni, skynjun líkama míns, svita og svo framvegis. Ég hafði upplifað erfiðan tíma og mér fannst ég þurfa að vera meðvitaður um að muna eftir því góða og fallega í lífi mínu,“ segir Brian, sem flutti til Íslands fyrir sjö árum. Þegar hann fór í heimsókn til foreldra sinna á æskuslóðirnar í Montana í Bandaríkjunum fékk hann innblástur fyrir verkið. „Ég er mjög hrifinn af gömlu Disney-myndunum, eins og Lísu í Undralandi og Fantasíu, og dularfullu verunum og dýrunum í þeim. Síðan þegar ég var í Montana og horfði á stórkostlegt landslagið þar fór ég að hugsa um hversu mörg falin vötn og sléttur eru í skógunum, sem enginn veit af. Það þótti mér ótrúlega heillandi og ég ímyndaði mér að alls kyns dýr byggju á felustaðnum og hugsaði um hvernig þau myndu haga sér, berjast, elskast og leika.“Meadow eftir Brian GerkeÚt frá hugmyndum um gleði, Disney-verur og felustaði í skóginum fór Brian að sjá fyrir sér dansara dansflokksins á hreyfingu sem tjáði þessar tilfinningar. „Meadow er í raun blanda af minningu og fantasíu. Ég myndi lýsa verkinu sem lostafullu, gleðilegu, fullu af gáska og fallega saklausu.“ Brian talar fallega um samstarfsfólk sitt í Íslenska dansflokknum og segist hafa viljað vinna verkið með þeim vegna ótrúlegra hæfileika þeirra. „Allir dansararnir eru svo hæfileikaríkir og hver og einn dansari er einstakur. Þau eru eins og ofurhetjulið, hver og einn með sinn einstaka ofurkraft.“ Brian líður vel á Íslandi og heillast af því hversu duglegir Íslendingar eru að sækja listviðburði. „Íslendingar fara í leikhús eins og Bandaríkjamenn fara í bíó. Það er yndislegt og ég vona að yngri kynslóðir haldi þessu áfram. Vonandi munu fleiri Íslendingar sækja sýningar dansflokksins. Ég held að fæstir átti sig á því að hér á landi starfar dansflokkur á heimsmælikvarða, sem er þekktur og virtur úti í heimi. Það er fyndið en Íslenski dansflokkurinn er í raun frægari erlendis en hér heima.“ Sýningin Emotional samanstendur af tveimur dansverkum, Meadow og EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Verk Brians verður frumsýnt í kvöld ásamt verkinu EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Verk Brians Gerke, Meadow, er fyrsta dansverkið sem hann semur einn síns liðs fyrir Íslenska dansflokkinn og verður það frumsýnt í kvöld á sýningunni Emotional. Gleðin var helsti innblástur Brians. „Þegar ég samdi verkið var ég á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti virkilega á því að halda að muna eftir gleðinni, skynjun líkama míns, svita og svo framvegis. Ég hafði upplifað erfiðan tíma og mér fannst ég þurfa að vera meðvitaður um að muna eftir því góða og fallega í lífi mínu,“ segir Brian, sem flutti til Íslands fyrir sjö árum. Þegar hann fór í heimsókn til foreldra sinna á æskuslóðirnar í Montana í Bandaríkjunum fékk hann innblástur fyrir verkið. „Ég er mjög hrifinn af gömlu Disney-myndunum, eins og Lísu í Undralandi og Fantasíu, og dularfullu verunum og dýrunum í þeim. Síðan þegar ég var í Montana og horfði á stórkostlegt landslagið þar fór ég að hugsa um hversu mörg falin vötn og sléttur eru í skógunum, sem enginn veit af. Það þótti mér ótrúlega heillandi og ég ímyndaði mér að alls kyns dýr byggju á felustaðnum og hugsaði um hvernig þau myndu haga sér, berjast, elskast og leika.“Meadow eftir Brian GerkeÚt frá hugmyndum um gleði, Disney-verur og felustaði í skóginum fór Brian að sjá fyrir sér dansara dansflokksins á hreyfingu sem tjáði þessar tilfinningar. „Meadow er í raun blanda af minningu og fantasíu. Ég myndi lýsa verkinu sem lostafullu, gleðilegu, fullu af gáska og fallega saklausu.“ Brian talar fallega um samstarfsfólk sitt í Íslenska dansflokknum og segist hafa viljað vinna verkið með þeim vegna ótrúlegra hæfileika þeirra. „Allir dansararnir eru svo hæfileikaríkir og hver og einn dansari er einstakur. Þau eru eins og ofurhetjulið, hver og einn með sinn einstaka ofurkraft.“ Brian líður vel á Íslandi og heillast af því hversu duglegir Íslendingar eru að sækja listviðburði. „Íslendingar fara í leikhús eins og Bandaríkjamenn fara í bíó. Það er yndislegt og ég vona að yngri kynslóðir haldi þessu áfram. Vonandi munu fleiri Íslendingar sækja sýningar dansflokksins. Ég held að fæstir átti sig á því að hér á landi starfar dansflokkur á heimsmælikvarða, sem er þekktur og virtur úti í heimi. Það er fyndið en Íslenski dansflokkurinn er í raun frægari erlendis en hér heima.“ Sýningin Emotional samanstendur af tveimur dansverkum, Meadow og EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Verk Brians verður frumsýnt í kvöld ásamt verkinu EMO1994 eftir Ole Martin Meland.
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira