Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 09:47 Sweeney hefur loksins tjáð sig um havaríið í kringum auglýsingaherferð American Eagle í sumar. Getty Leikkonan Sydney Sweeney hefur loksins tjáð sig um umdeilda auglýsingaherferð American Eagle frá því í sumar og stuðningsyfirlýsingar Donalds Trump í hennar garð í kjölfarið. Herferðin var sögð innihalda rasíska undirtóna. Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af. Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart. „Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan. Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance. „Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“. Á öðrum stað í viðtalinu tjáði hún sig almennt um fjölmiðla og slúðurpressuna og af hverju hún fyndi ekki þörf hjá sér til að svara hlutum opinberlega. „Ég veit hver ég er. Ég veit hver gildi mín eru. Ég veit hvers konar manneskja ég er. Ég veit að ég elska mikið og ég veit að ég er spennt að sjá hvað kemur næst. Svo ég leyfi fólki ekki að skilgreina hver ég er,“ sagði Sweeney. Auglýsinga- og markaðsmál Donald Trump Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af. Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart. „Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan. Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance. „Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“. Á öðrum stað í viðtalinu tjáði hún sig almennt um fjölmiðla og slúðurpressuna og af hverju hún fyndi ekki þörf hjá sér til að svara hlutum opinberlega. „Ég veit hver ég er. Ég veit hver gildi mín eru. Ég veit hvers konar manneskja ég er. Ég veit að ég elska mikið og ég veit að ég er spennt að sjá hvað kemur næst. Svo ég leyfi fólki ekki að skilgreina hver ég er,“ sagði Sweeney.
Auglýsinga- og markaðsmál Donald Trump Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið