Lífið

Vildi ekki stofna sjóð fyrir börnin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mimi og Philip.
Mimi og Philip. vísir/getty
Leikarinn Philip Seymour Hoffman lagði engan pening til hliðar fyrir börnin sín og vildi ekki stofna sérstakan sjóð fyrir þau svo þau myndi aldrei skorta neitt. Þetta kemur fram í New York Post sem hefur dómstólaskjöl undir höndum.

David Friedman, lögfræðingur leikarans, var yfirheyrður fyrir stuttu af lögfræðingnum James Cahill Jr. sem var ráðinn til að vernda hagsmuni barna Philips, Cooper, tíu ára, Tallulah, sjö ára og Willa, fimm ára. 

David segir að Philip hafi viljað að auðæfi sín, alls 35 milljónir dollara, rúmir fjórir milljarðar króna, færu til kærustu sinnar og barnsmóður, Mimi O'Donnell. Stóð hann í þeirri trú að hún myndi hugsa um börn þeirra eftir sinn dag.

Mimi með börnin við jarðarför Philips.vísir/getty
David segir enn fremur að Philip hafi alltaf komið fram við Mimi eins og þau væru gift en leikarinn trúði ekki á hjónaband og því gengu þau aldrei í það heilaga. 

Í erfðarskrá Philips, sem var skrifuð árið 2004, áður en Tallulah og Willa fæddust, kemur skýrt fram að Cooper eigi að alast upp og búa nálægt Manhattan, Chicago eða San Francisco. Ástæðan fyrir þessari ósk er sú að leikarinn vildi að hann gæti auðveldlega notið menningar, lista og arkitektúrs sem þessar borgir hafa uppá að bjóða.

Philip fannst látinn í íbúð sinni í New York í febrúar, 46 ára að aldri. Hann lést af of stórum skammti vímuefna.


Tengdar fréttir

Einn dáðasti leikari sinnar kynslóðar

Philip Seymour Hoffman lést á sunnudaginn í íbúð sinni í Greenwich Village á Manhattan. Hann var 46 ára gamall og hafði lengi átt við fíknivanda að etja.

Fjórir handteknir í tengslum við dauða Hoffman

Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát Philip Seymours Hoffman, leikarans góðkunna sem lést af völdum eiturlyfja á dögunum. Fjölmiðlar vestra fullyrða að fólkið sem var handtekið sé grunað um að hafa látið leikaranum í té heróín, en mikið magn eiturlyfsins fannst í íbúð hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.