Fyrst Youtube, síðan Pepsi, núna Samsung 7. nóvember 2014 08:00 Stony ætlar að einbeita sér að því að semja tónlist, ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Mynd/baldur kristjáns Vísir/Baldur Kristjáns „Þetta var reyndar ekkert massíft sko,“ segir tónlistarmaðurinn og multitaskerinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, eða Stony, en lagið hans Feel Good var spilað á einni vinsælustu útvarpsstöðinni í Ástralíu B105. Stony varð fyrst þekktur þegar myndbönd hans á youtube vöktu athygli hjá Pepsi, se varð til þess að hann lék í auglýsingu fyrir þá. Hann segir aðdragandann að því að lagið var spilað þar frekar langsóttann. „G20 fundurinn [árlegur fundur helstu iðnríkja heims] er haldinn í Brisbane í Ástralíu þetta árið og B105 voru að sjá um umfjöllun um hann. Einhverra hluta vegna voru þau að kynna sér löndin sem taka ekki þátt í ár, en Ísland er ekki með. Þau vildu kynna sér tónlistarmenn og leikara frá löndunum og sendu mér email, spjölluðu eitthvað og spiluðu svo lagið,“ segir Stony, en lagið Feel Good er það fyrsta sem Stony gefur út. „Mig langar bara að gera tónlist, og ég á pottþétt eftir að gera eitthvað meira. Aldrei að vita nema maður gefi út annarsstaðar en bara á youtube,“ segir hann. Síðan hann lék í auglýsingunni fyrir Pepsi hefur verið nóg að gera hjá honum. „Ég var að klára frekar stórt verkefni fyrir Samsung, sem ég má samt ekki segja meira um eins og er. Svo var ég að klára tvö önnur stór verkefni úti sem ég get ekki sagt meira um að svo stöddu.“ Fyrir stuttu var hann beðinn um að taka þátt í ráðstefnu á vegum já.is um samfélagsmiðla, sem hét sko. „Já það var nett flippað. Ég var beiðinn um að gera video um ferðina frá Youtube til Pepsi og tala um það. Nú er það video víst farið til Ástralíu þar sem Arnt Erikssen, norskur frumkvöðull, ætlar að nota það í fyrirlestra hjá sér,“ segir Stony. Aðspurður hvort hann sé ekki að raka inn á því að vinna fyrir þessi stóru fyrirtæki segir hann að hann hafi það bara fínt. „Þetta er alveg nógu fínt fyrir 21 árs gaur á Akureyri.“ Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Þetta var reyndar ekkert massíft sko,“ segir tónlistarmaðurinn og multitaskerinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, eða Stony, en lagið hans Feel Good var spilað á einni vinsælustu útvarpsstöðinni í Ástralíu B105. Stony varð fyrst þekktur þegar myndbönd hans á youtube vöktu athygli hjá Pepsi, se varð til þess að hann lék í auglýsingu fyrir þá. Hann segir aðdragandann að því að lagið var spilað þar frekar langsóttann. „G20 fundurinn [árlegur fundur helstu iðnríkja heims] er haldinn í Brisbane í Ástralíu þetta árið og B105 voru að sjá um umfjöllun um hann. Einhverra hluta vegna voru þau að kynna sér löndin sem taka ekki þátt í ár, en Ísland er ekki með. Þau vildu kynna sér tónlistarmenn og leikara frá löndunum og sendu mér email, spjölluðu eitthvað og spiluðu svo lagið,“ segir Stony, en lagið Feel Good er það fyrsta sem Stony gefur út. „Mig langar bara að gera tónlist, og ég á pottþétt eftir að gera eitthvað meira. Aldrei að vita nema maður gefi út annarsstaðar en bara á youtube,“ segir hann. Síðan hann lék í auglýsingunni fyrir Pepsi hefur verið nóg að gera hjá honum. „Ég var að klára frekar stórt verkefni fyrir Samsung, sem ég má samt ekki segja meira um eins og er. Svo var ég að klára tvö önnur stór verkefni úti sem ég get ekki sagt meira um að svo stöddu.“ Fyrir stuttu var hann beðinn um að taka þátt í ráðstefnu á vegum já.is um samfélagsmiðla, sem hét sko. „Já það var nett flippað. Ég var beiðinn um að gera video um ferðina frá Youtube til Pepsi og tala um það. Nú er það video víst farið til Ástralíu þar sem Arnt Erikssen, norskur frumkvöðull, ætlar að nota það í fyrirlestra hjá sér,“ segir Stony. Aðspurður hvort hann sé ekki að raka inn á því að vinna fyrir þessi stóru fyrirtæki segir hann að hann hafi það bara fínt. „Þetta er alveg nógu fínt fyrir 21 árs gaur á Akureyri.“
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira