„Einstæður viðburður í íþróttasögunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2014 14:20 Bernard Hopkins mætir Sergey Kovalev annað kvöld. Vísir/getty Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00 Box Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Bernard Hopkins berst við Rússann Sergey Kovalev annað kvöld og mun hann þá reyna að verja Heimsmeistaratitilinn sinn í léttþungavigt. Hopkins er magnaður íþróttamaður og er til að mynda kallaður „geimveran“ ytra. Einn er sá maður sem velkist ekki í vafa um mikilvægi viðburðarins og hann heitir Bubbi Morthens - tónlistarmaður og hnefaleikasérfræðingur. Fréttastofa náði tali af honum í morgun, hann á við lungnabólgu að stríða en það nær í engu að halda aftur af honum; spennan er að fara með Bubba. Bubbi segir þetta vera einstæður viðburður í íþróttasögunni og eigi sér enga hliðstæðu. „Boxarinn heitir Bernard Hopkins. Það hefur enginn einstakur íþróttamaður í sögu íþróttanna náð þessum aldri og verið á þessum stað. Þetta er svona svipað og ef við værum að tala um hundrað metra spretthlaupara sem væri 49 ára.“ Bubbi segir þetta með hinum mestu ólíkindum. Og dregur ekki úr því. „Hann er að berjast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um titil á móti manni sem rotar andstæðinga sína í 90 prósent tilfella.“ Bubbi segir að sérfræðingar erlendis tali um að Hopkins sé í raun geimvera. „Þeir skrifa um hann í Bandaríkjunum sem geimveru. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Bernand Hopkins myndi einfaldlega vinna þennan bardaga. Þetta er bara algjörlega með ólíkindum í íþrótt eins og þessari. Þetta er ein erfiðasta og harðasta íþróttagrein veraldar. Að það skuli vera maður um fimmtugt að berjast um heimsmeistaratitil er ótrúlegt.“ Bubbi segir að allir miðlar erlendis séu að fjalla um málið þar sem það telst vera einstakt.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 01:00
Box Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Sjá meira