Enski boltinn

Fletcher snýr aftur í skoska landsliðið

Það gleður Strachan að sjá Fletcher mættan aftur til leiks.
Það gleður Strachan að sjá Fletcher mættan aftur til leiks. Vísir/Getty
Gordon Strachan, þjálfari skoska landsliðsins í fótbolta, valdi DarrenFletcher, miðjumann Manchester United, í landsliðshópinn sem mætir Póllandi í vináttuleik í Varsjá í mars.

Fletcher hefur ekki komið við sögu hjá landsliðinu síðan 2012 vegna alvarlegra veikinda sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnu í tvö ár.

„Það var yndislegt að sjá hann spila aftur um jólin. Núna verðum við að taka þetta skrefi lengra. Ég hef séð hann spila og veit að hann er jafnákafur og alltaf. Það er frábært að geta valið hann aftur,“ segir Gordon Strachan.

PhilBardsley, leikmaður Sunderland, er einnig í hópnum en hann hefur spilað vel að undanförnu. Þá er AndrewRobertson, 19 ára gamall leikmaður Dundee, í hópnum en hann var að spila með áhugamannaliði í Skotlandi á sama tíma í fyrra.


Tengdar fréttir

Darren Fletcher í byrjunarliði Manchester United

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins er í byrjunarliði Manchester United í leik gegn Hull sem hófst núna klukkan 12:45. Fletcher sem hefur glímt við sáraristilsbólgu frá árinu 2011 hefur barist fyrir því að snúa aftur á fótboltavöllinn.

Langþráð endurkoma Fletcher

"Loksins er komið að því. Ég er kominn aftur fyrir fullt og allt. Vonandi markar þessi leikur tímamót,“ sagði Darren Fletcher eftir sigur Manchester United á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×