Enski boltinn

Moyes: Hefði verið erfitt að finna mann í stað Rooney

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney skoraði í gærkvöldi.
Wayne Rooney skoraði í gærkvöldi. Vísir/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, var í skýjunum með framlag Wayne Rooney í 2-0 sigrinum gegn Crystal Palace í gærkvöldi.

Englandsmeistararnir unnu sinn fyrsta leik í fjórum tilraunum með sitthvoru markinu frá Robin van Persie og Wayne Rooney.

Mark Rooney var einstaklega glæsilegt en hann þrumaði boltanum viðstöðulaust í markið eftir sendingu Patrice Evra.

„Hann er mikilvægur leikmaður. Hugsið bara um öll liðin sem vildu fá hann. Það hefði verið erfitt að fylla í hans skarð. Það eru ekki nóg af gæðaleikmönnum til sem hægt er að fá svo auðveldlega,“ sagði David Moyes eftir leikinn.

„Wayne er einn af þeim bestu. Hann sýnir það í hverri viku. Þið sjáið bara hvernig hann er að breytast í leiðtoga og hvað hann reynir að færa liðinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×