Enski boltinn

Wayne Rooney búinn að semja - fær 57 milljónir á viku

Wayne Rooney brosmildur á æfingu í dag. Eðlilega.
Wayne Rooney brosmildur á æfingu í dag. Eðlilega. Vísir/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, er búinn að skrifa undir nýjan risasamning við Englandsmeistaranna.

BBC greinir frá þessu en Rooney skrifaði undir fimm og hálfs árs samning og fær 300.000 pund á viku fyrir sín störf eða 57 milljónir íslenskra króna á viku.

Hann framlengir núverandi samning sinn um fjögur ár og verður því hjá Manchester United til ársins 2019.

Þetta er launahækkun upp á 50.000 pund á viku en síðasti samningur hans hljóðaði upp á 250.000 pund á viku. Sá samningur átti að renna sumarið 2015.

Wayne Rooney kom til Manchester United frá Everton í ágúst 2004 og er nú 42 mörkum frá því að bæta markamet Bobby Charlton hjá félaginu. Hann hefur spilað 430 leiki í öllum keppnum fyrir liðið og skoraði 208 mörk.

Manchester United á enn eftir að formlega greina frá nýja samningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×