Enski boltinn

Man. City ræður sínum örlögum

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur ekkert eftir í sálfræðistríðinu gegn Manuel Pellegrini, stjóra Man. City. Mourinho er óþreytandi í að halda því fram að City þurfi að tapa enska meistaratitlinum.

Þrátt fyrir að Chelsea sé með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar er Portúgalinn á því að hans lið sé ekki sigurstranglegast. City á tvo leiki inni en liðið vann enska deildabikarinn um helgina.

"Ég vil helst stýra mínum örlögum sjálfur en aðeins City nýtur þeirra forréttinda núna. Ef við vinnum alla okkar tíu leiki sem eru eftir þá er ekki víst að við verðum meistarar," sagði Mourinho.

"Ef þeir vinna alla sína tólf leiki þá verða þeir meistarar. Þetta er allt í þeirra höndum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×