Enski boltinn

Sektar eigin leikmenn fyrir leikaraskap

Pulis vill að Chamakh standi í lappirnar.
Pulis vill að Chamakh standi í lappirnar. vísir/getty
Tony Pulis, stjóri Crystal Palace, er harður stjóri og hann sættir sig ekki við að hans leikmenn séu með leikaraskap inn á vellinum.

Tveir af leikmönnum hans - Jerome Thomas og Marouane Chamakh - dýfðu sér í leiknum gegn Swansea um helgina og við það er Pulis afar ósáttur.

"Þeir munu fá að opna veskið fyrir þessa dýfur. Ég mun sekta þá," sagði Pulis grjótharður.

"Þetta er sjúkdómur. Við erum næstir búnir að útrýma þessu hjá okkur en ef menn gera þetta þá munum við minna þá á að þetta er ekki eðlileg hegðun á knattspyrnuvellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×